Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 18. febrúar 2012

Kæru Al-Anon félagar!
 
Ákveðið hefur verið að halda svæðisfund laugardaginn 18. febrúar kl. 12-17  og verður hann haldinn í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg 9, Reykjavík.
 
Á svæðisfundum eru  bæði vandamál og lausnir deilda  rædd og skiptast deildir á upplýsingum til hjálpar samtökunum.
 
Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi en þeir sem hafa atkvæðisrétt eru deildarfulltrúar (eða varadeildarfulltrúi ef deildarfulltrúi getur ekki mætt).
 
Kostnaður 1000 kr. Innfalið kaffi og veitingar
 
Kær kveðja
Svæðisfulltrúi Reykjavíkursvæðis Al-Anon