Bókin ,,Al-Anon leiðin“ væntanleg

Hægt að kaupa hana í forsölu
Kæru félagar,
 
Bókin, Al-Anon leiðin (ensk. How Al-Anon Works) er væntanleg í sölu í febrúar! Þetta er fyrsta útgáfa bókarinnar á íslensku sem margir hafa beðið eftir.
 
Bókin verður seld í forsölu fram að 1.mars nk. á kr. 4.800-
Fullt verð eftir 1. mars verður kr. 5.800.
 

Félagar geta skráð sig fyrir bókinni á 3 mismunandi vegu:

1) Hringt á skrifstofu Al-Anon í s: 551 9282 milli kl. 10 og 13 þriðjudaga og fimmtudaga og greitt m/kreditkorti. Starfsmaður á skrifstofu tekur niður nafn og heimilisfang og afhendingarmáta. (heimsent/sótt) ath burðargjald bætist við.
2) Greitt beint inn á reikning Al-Anon. Banki 0101-26-021674 kt. 680978-0429, ásamt því að senda e-meil á al-anon@al-anon.is þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang og afhendingarmáti (heimsent/sótt) ath burðargjald bætist við.
3) Skráð sig og innt greiðslu af hendi hjá deildarfulltrúa/bókaveru/gjaldkera í sinni heimadeild. Fær afhent eintak er bókin kemur úr prentun.
 
Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna.
Með fyrirfram þökkum,
framkvæmdanefnd Al-Anon á Íslandi