Landsþjónusturáðstefna 29. og 30. október 2011

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon verður haldin dagana 29. og 30. október í Grensáskirkju.
 
Deildarfulltrúar og  varadeildarfulltrúar hafa mátt sitja ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúar frá árinu 2004.
 
Frá og með Landsþjónusturáðstefnu 2007 hefur hinum almenna félaga einnig verið gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúa án málfrelsis og tillöguréttar.
 
Deildir bera kostnað vegna setu sinna fulltrúa á ráðstefnunni og er hann að þessu sinni 7.500,- krónur sem greiðast við skráningu á ráðstefnuna.
 
Vinsamlega tilkynnið þátttöku deildarfulltrúa til Al-Anon skrifstofunnar sími: 551 9282 eða með tölvupósti á netfangið al-anon@al-anon.is fyrir 20. október.
 
Al-Anon félagar sem koma á ráðstefnuna greiða ráðstefnugjaldið – 7.500 kr. – úr eigin vasa við innganginn.
 
Með kærleikskveðju í Al-Anon
Ráðstefnunefnd