VINNUSMIÐJA Al-Anon 2024 verður haldin sunnudaginn 10.mars kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík. Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir samtökin. Í þjónustuhandbókinni segir um hlutverk deildarfulltrúa og varadeildarfulltrúa „eru mikilvægir hlekkir í viðhaldi, …
Afmælisfundur – Al-Anon á Íslandi 50 ára
Reykjavík, 20. nóvember 2022 Kæru Al-Anon félagar. Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi, 50 ára afmæli, verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember kl. 20:00 í Grafarvogskirkju. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar og AA félagi deila reynslu, styrk og von. Lifandi tónlistarflutningur verður í lok fundarins. …
Vinnusmiðja „Nafnleyndin – hinn andlegi grundvöllur“
sunnudag 3. apríl í Reykjavík VINNUSMIÐJA Al-Anon 2022 verður haldin sunnudaginn 3. Apríl kl. 10:00 – 13:00 í Sjómannaheimilinu Örkinni Brautarholti 29, Reykjavík. Yfirskrift: ”Nafnleynd- hinn andlegi grundvöllur”. Vinnusmiðjan er liður í því að efla vitund Al-Anon félaga um uppbyggingu og starf samtakanna, hlutverk nefnda, svæða og alþjóðafulltrúa og mikilvægi þess að taka að sér þjónustu fyrir …
Al-Anon skrifstofan lokuð
Covid-19 Vegna stöðunnar í faraldrinum verður skrifstofan lokuð um óákveðinn tíma. Enn er þó hægt að panta bækur gegnum pöntunarform á heimasíðu. Við óskum þess að þessari ráðstöfun verði mætt af skilningi. Með kveðju frá framkvæmdanefnd.
Skýrsla Evrópufundar Al-Anon september 2021
EZM2021 Skýrsla um Evrópufund Al-Anon EZM2021 sem haldin var 3.-5. september s.l. Þátttakendur voru frá 20 löndum og var yfirskrift fundarins “Sponsorship”, auk þess voru fulltrúar frá WSO, alþjóðaskrifstofunni í Bandaríkjunum. Fundurinn fór fram á Zoom og voru tveir þátttakendur frá Íslandi. Sjá hér úrdrátt úr skýrslunni á íslensku. Sjá hér skýrsluna í heild sinni (á …
Leiðir til bata vinnuhefti (P-93) komið út á íslensku
Leiðarvísir um spor, erfðavenjur og þjónustuhugtök Al-Anon Í þessum leiðarvísi, Leiðir til bata vinnuhefti (P-93), er að finna allar spurningar bókarinnar Leiðir til bata (B-24) um hvert spor, erfðavenju og þjónustuhugtak auk pláss til að skrá svör við þeim. Vinnuheftið er ekki bara hugsað til hægðarauka heldur líka sem viðbótarverkfæri á þroskaleiðinni. Heftið er 112 blaðsíður og kostar …
Bóksala lokuð vegna forfalla
Bóksalan verður lokuð fimmtudaginn 2. september 2021 vegna forfalla.
Bóksala – sumarlokun 2021
Kæru Al-Anon félagar Eins og hefur verið síðustu ár mun framkvæmdanefnd loka skrifstofunni hluta úr sumri. Nú verður sumarlokun frá 1. júlí til og með 19. ágúst. Netpantanir verða afgreiddar mánaðarlega í sumar. Við biðjum félaga og bókafulltrúa að hafa það í huga þegar bækur eru pantaðar. Ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna eru félagar vinsamlega …
Bæklingur „Að skilja okkur sjálf og alkóhólisma“ (P-48) kominn út á íslensku
Bæklingurinn „Understanding Ourselves and Alcoholism“ (P-48) er nú kominn út á íslensku undir heitinu: „Að skilja okkur sjálf og alkóhólisma“ (P-48.) Í bæklingnum er sjúkdómurinn alkóhólismi útskýrður og þau áhrif sem hann hefur á fjölskyldur og vini alkóhólista. Kveðja Útgáfunefnd
Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis maí 2021
Sundaborg 1 Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 2021, frá kl. 17:00 – 18:15 að Sundaborg 1, í fundarsal sem er í sama húsi og skrifstofa Al-Anon. Gengið er inn á austurenda hússins við hlið verslunarinnar Sport24. Kveðja Svæðisfulltrúi Reykjavíkursvæðis