Svæðisfundur Norðaustur-svæðis verður á Siglufirði 11. júní 2012

Svæðisfundur/Vorfundur Norðaustur-svæðisins verður haldinn á Siglufirði í húsnæði Rauða krossins, Aðalgötu 32, efri hæð 11. júní 2012 kl. 18:00.
 
Á fundinum verður Landþjónusturáðstefnan 2012 kynnt fyrir félögum og kosnir þrír fulltrúar svæðisins á ráðstefnuna. Á fundinum verður einnig kjörinn Svæðisfulltrúi. Svæðin þurfa að skila inn fyrirspurnum og tillögum frá deildum vegna Landsþjónusturáðstefnunnar fyrir 1. júlí næstkomandi og er svæðisfundurinn vettvangur svæðisins til að leggja fram tillögur og fyrirspurnir í þeim tilgangi.
 
Svæðisfulltrúi