Lesefni og reynslusögur

Lesefni fyrir Alateen félaga

Í Alateen lesefninu má finna ýmislegt fróðlegt fyrir alla þá sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju annarrar manneskju. Í bókum og bæklingum eru meðal annars sögur Alateen félaga sem lýsa reynslu sinni og þeirri hjálp sem Alateen sjálfshjálparleiðin veitir. Lesefni er oft hægt að kaupa lesefni á Al-Anon og Alateen fundum.

Hér á síðunum finnur þú úrdrætti úr bókum og bæklingum Alateen og reynslusögur Alateen félaga.

Skilaboð frá Alateen félögum: Reynslan sýnir okkur að lestur á Alateen bókum og bæklingum hjálpar okkur að takast á við vandamálin og styrkir okkur í að skapa okkur betri framtíð.
Fyrir neðan er listi yfir Alateen lesefni sem hægt er að kaupa á skrifstofu Al-Anon að Sundaborg 5 eða panta og fá sent með pósti.

Upplýsingar um opnunartíma skrifstofu eru á upphafssíðu Al-Anon vefsíðunnar.

Pönunarleiðbeiningar til að fá sent eru hérna. Athugið að pantanir þarf að greiða með millifærslu áður en þær eru sendar.

Alateen–Hope for Children of Alcoholics (B-3)

Kilja, með atriðisorðaskrá, 128 síður

Góð byrjunarbók fyrir unglinga sem orðið hafa fyrir áhrifum af drykkju annarrar manneskju. Auðskiljanlegar skýringar á alkóhólisma og Alateen bataleiðinni.

kr. 2.200


Alateen–A Day at a Time (B-10)

Innbundin, með atriðisorðaskrá, 384 síður

Dagleg leiðsögn fyrir unglinga. Jákvæðar reynslusögur frá Alateen félögum hvaðanæva úr heiminum.

kr. 2.500


Courage to Be Me – Living with Alcoholism (B-23)

Kilja með atriðisorðaskrá, 326 síður

Yfirgripsmesta Alateen bókin. Full af batasögum frá Alateen félögum. Inniheldur verkefni fyrir hópavinnu.

kr. 3.300


Living Today in Alateen (B-26)

Innbundin, með atriðisorðaskrá, 378 síður

Alateen bók með lesningu fyrir hvern dag ársins. Gefur góða mynd af því hvernig félagar iðka bataleiðina í dag.

kr. 3.200


Tólf spor og tólf erfðavenjur Alateen (P-18)

Hefti, 60 síður

Frábær leiðarvísir um hvernig hægt er að gera fyrstu arfleifðirnar tvær að umræðuefni á fundi. Inniheldur spurningar, umræður og persónulegar hugleiðingar frá Alateen félögum.

kr. 1.000


If Your Parents Drink too Much (P-22)

Teiknimyndahefti, 24 síður

Í þessu Alateen hefti eru 3 aðskildar sögur af unglingum sem eiga foreldra með drykkjuvandamál.

kr. 500


Staðreyndir um Alateen (P-41)

Bæklingur, 6 síður

Upplýsingar um grundvallarþætti Alateen. Fyrir ungt fólk sem hefur orðið fyrir áhrifum af drykkju annarrar manneskju.

kr. 300


Alateen’s 4th Step Inventory (P-64)

Vinnuhefti, 48 síður

Hafðu það einfalt með þessu vinnuhefti fyrir félaga á öllum aldri. Spurningar, teiknimyndir og nóg pláss til að skrifa eða teikna lýsingar á tilfinningum þínum.

kr. 1.500


Alateen Talks Back on – Acceptance (P-68)

Hefti, myndskreytt, 32 síður

Að sættast við raunveruleikann: Alateen félagar segja frá í lausu máli, ljóðum og myndlist.

kr. 600


Alateen Talks Back on – Serenity (P-69)

Hefti, myndskreytt, 32 síður

Leitin að æðruleysinu: Alateen félagar segja frá í lausu máli, ljóðum og myndlist.

kr. 600


Alateen Talks Back on – Slogans (P-70)

Hefti, myndskreytt, 32 síður

Hvernig hjálpa slagorðin: Alateen félagar segja frá í lausu máli, ljóðum og myndlist.

kr. 600


Alateen Talks Back on – Detachment (P-73)

Hefti, myndskreytt, 32 síður

Að aftengjast í kærleika: Alateen félagar segja frá í lausu máli, ljóðum og myndlist.

kr. 600


Upplýsingar fyrir nýliðann (S-4)

Bæklingur, 6 síður

Stutt en hnitmiðuð skýring á því hvað Al-Anon og Alateen er. Fyrir byrjandann.

kr. 300


Að aftengjast – að sleppa tökunum (S-19)

Einblöðungur

Auðskiljanlegar útskýringar á hvað það þýðir að aftengja sig.

kr. 200


Ólst þú upp við drykkjuvandamál (S-25)

Einblöðungur

Tuttugu JÁ og NEI spurningar fyrir fullorðin börn til að ákveða hvort Al-Anon geti hjálpað þeim.

kr. 200


Dagurinn í dag (M-12)

Bókamerki, texti á báðum hliðum

Andlega hvetjandi fullyrðingar til að taka með út í daginn.

kr. 250


Æðruleysisbænin (B)

Lítið spjald, texti á einni hlið

Æðruleysisbænin prentuð með brúnu og rauðu letri

kr. 100


uppfært 27. desember 2017