Alateen trúnaðarmennska

Er  Alateen  trúnaðarmennska eitthvað fyrir þig?

Alateen, sem er hluti af fjölskyldudeildum Al-Anon, eru samtök ungs fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða náins vinar.  Hver Alateen deild þarf á virkum, fullorðnum Al-Anon félaga að halda sem þjónar deildinni sem trúnaðarmanneskja.  Eftirfarandi spurningar geta hjálpað þér að ákveða hvort þú vilt taka að þér trúnaðarmennsku í Alateen.

  1. Ertu að leita að þjónustu sem er gefandi, nærandi og spennandi?
  2. Hefur einhvern tímann hvarflað að þér að hjálpa Alateen?
  3. Gerir þú þér grein fyrir því að trúnaðarmennska í Alateen er 12. spors tækifæri fyrir þig?
  4. Er Alateen deild eða Alateen nefnd í næsta nágrenni þínu?
  5. Hefur þú leitt hugann til unglinga sem vilja hjálp en fá enga af því að engin Alateen deild er ekki til staðar?
  6. Getur þú skuldbundið þig til að vera á Alateen fundi einu sinni í viku í 8 vikur til 6 mánuði?
  7. Ertu fús til að funda með Alateen félögum til að deila reynslu, styrk og von með þeim, hlæja og stundum gráta?
  8. Getur þú leyft Alateen félögum að stjórna sínum eigin fundi án þess að vera með óþarfa stjórnun og afskiptasemi?
  9. Getur þú hlustað með opnum huga og gefið Alateen félögum svigrúm til að tjá sig?
  10. Getur þú virt nafnleynd Alateen félaga með því að ræða ekki tjáningu þeirra við foreldra þeirra eða aðra?
  11. Getur þú sagt ,,nei” við óviðeigandi hegðun, útskýrt afstöðu þína og sýnt þeim áfram kærleika?
  12. Geturðu bent á tæki bataleiðarinnar (slagorð, spor, erfðavenjur, bækur og bæklinga) án þess að gefa ráð?
  13. Þekkirðu muninn á leiðsögn og yfirráðum, ertu fús til að læra?
  14. Hefur hvarflað að þér að þig langaði til að verða trúnaðarmaður í Alateen ef þú aðeins vissir hvernig þú ættir að fara að því?

Ef þú ert að minnsta kosti 21 árs, hefur verið virkur félagi í Al-Anon í að minnsta kosti 2 ár og ert fús til að deila batanum þá gæti Alateen trúnaðarmennska verið fyrir þig.  Ef þú hefur áhuga talaðu þá við deildarfulltrúann þinn, Alateen trúnaðarmann, svæðisfulltrúa eða þjónustuskrifstofu Al-Anon. Reynslusaga félaga um þjónustu í Alateen.

Alateen trúnaðarmaður:

  • Þarf að vera orðin/orðinn 21 árs
  • Þarf að hafa verið í Al-Anon í að minnsta kosti 2 ár
  • Þarf að vera virkur félagi í Al-Anon og sækja Al-Anon fundi.
  • Þarf hafa hreint sakarvottorð.  Alateen trúnaðarmanneskjan þarf annað hvort að afhenda formanni Alateen nefndar afrit af sakarvottorði eða fela formanninum undirritað umboð til að sækja vottorðið á viðeigandi stofnun.
  • Má ekki hafa fengið á sig kæru vegna ofbeldis, fíkniefna eða kynferðisbrots.

Hlutverk trúnaðarmanna í Alateen felst í því að:

  • Halda utan um Alateen fundi 3 mánuði í senn (6 vikur að lágmarki) og vera til staðar fyrir Alateen félaga
  • Að sækja fundi Alateen nefndar og hitta þannig aðra Alateen trúnaðarmenn og ræða Alateen starfið.
  • Að vera með þjónustu-trúnaðarmann (Service sponsor) sem hægt er að leita til varðandi þessa 12. spors þjónustu.
  • Að gera einu tvisvar á ári Sjálfsrannsókn trúnaðarmannsins (Sponsor Inventory)
  • Að muna að Alateen trúnaðarmaður er hvorki kennari né æðri Alateen félögunum og veitir ekki ráðleggingar.  Alateen trúnaðarmaður deilir einungis reynslu sinni, styrk og vonum.
  • Að muna að það er ekki hlutverk trúnaðarmanns að sinna uppeldi eða deila á ákvarðanir foreldra Alateen félaganna.

Byggt á  S-27, Alateen Sponsorship: Is It For You? og P-29, A Guide for Alateen Sponsors og skipulagi þjónustu á Íslandi.