Minn bati:

Hvernig mér tókst að hætta að falla fyrir ofbeldisfullum alkóhólistum  Í fjallahlíðum Austur-Tennessee bjó tvenns konar fólk: Hinir virtu meðlimir samfélagsins sem unnu hörðum höndum, gættu heimila sinna og fóru í kirkju á hverjum sunnudegi. Hinir voru aumar sálir sem voru dæmdar til vítisdvalar vegna drykkju og syndsamlegra lifnaðarhátta. Þegar ég lít til baka þá er ég viss um að …

Önnur erfðavenjan

Hver deild hefur aðeins einn leiðtoga algóðan guð, eins og hann birtist í deildarsamviskunni. Fyrirsvarsmenn okkar eru aðeins þjónar sem við treystum, ekki stjórnendur Önnur erfðavenjan segir mér, að það sé mikilvægt fyrir fjölskylduna að koma saman og ræða hugsanir, tilfinningar og áform. Það er enginn yfirmaður á þessum fundum. Eina raunverulega valdið á heimilinu ætti að vera Æðri Máttur. …

Félagar óskast í þjónustu

Vélritarar 12 spors þjónusta Á þessa síðu munum við setja inn efni af gömlu Hlekkjunum sem komu út á pappír allt til ársins 2001.  Allt þetta efni bíður eftir félögum sem eru tilbúnir að færa efnið á tölvutækt form. Svo ef þú sem lest þessar línur getur séð af svolitlu af tíma þínum annað slagið og vilt leggja þitt af mörkum til …

Janúarpistill ritstjóra

Kæru Al-Anon félagar Ritsjóri óskar ykkur gleðilegs nýs árs og þakka öllum þeim sem lagt hafa Hlekknum lið með reynslusögum, þýðingum og annari þjónustu á liðnu ári.  Sú breyting varð  á þjónustuuppbyggingu Al-Anon samtakanna á Íslandi á síðast ári að Ritnefndin sem sá um útgáfu Hlekksins var sameinuð Útgáfunefnd. Formaður Ritnefndar sem jafnframt var ritstjóri Hlekksins færðist þar með alfarinn …

Erfðavenjurnar og heimilislífið

1 Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna. Þó ég væri að vinna í sporunum veittist mér erfitt að bæta ástandið á heimilinu. Ósanngirni og ruglingur varðandi ábyrgð leiddu til óraunhæfra væntinga og gremju. Trúnaðarmaðurinn minn benti mér á að erfðavenjurnar væru leiðbeiningar til að halda einingu innan heimilisins líkt og innan Al-Anon …

Viðbrögð nýliða við bakslagi

Eftir margra ára drykkju og alkóhólisma fór maðurinn minn í meðferð. Fjölskyldulífið okkar var ekki fullkomið en það var yndislegt! Þá byrjaði hann að drekka aftur þó það væri ekki í sama magni og áður, hann berst við að halda sér allsgáðum.   Al-Anon bjargaði geðheilsu minni. Ég hef stundað prógrammið í þrjá mánuði, búin að hringja mitt fyrsta símtal til …

Í Alateen lærði ég að alkhólismi er sjúkdómur

Úr Forum Júlí 2008 Fram til sjö ára aldurs fannst mér að líf mitt væri dásamlegt. Ég bjó hjá móður minni, frænku og afa, átti marga vini og fékk góðar einkunnir. Ég lifði áhyggjulausu lífi þar til móðir mín sá hann aftur.   Hann var martröð lífs míns – hann var stjúpfaðir minn. Hann átti við drykkjuvandamál að stríða, hinn svokallaða …

Sprotinn og Alateen fella niður fundi á jóladag

Al-Anonfjölskyldudeildin Sprotinn sem fundar í Aðventkirkjunni kl. 18 á fimmtudögum hefur ákveðið að fella niður fundinn á jóladag. Alateen fundur verður einnig felldur niður þann dag.