Janúarpistill ritstjóra

Kæru Al-Anon félagar
Ritsjóri óskar ykkur gleðilegs nýs árs og þakka öllum þeim sem lagt hafa Hlekknum lið með reynslusögum, þýðingum og annari þjónustu á liðnu ári. 
Sú breyting varð  á þjónustuuppbyggingu Al-Anon samtakanna á Íslandi á síðast ári að Ritnefndin sem sá um útgáfu Hlekksins var sameinuð Útgáfunefnd. Formaður Ritnefndar sem jafnframt var ritstjóri Hlekksins færðist þar með alfarinn í Útgáfunefndina og sinnir engri formennsku í nefndum lengur.
Það er von okkar í Úgáfunefnd að þessi breyting verði til góðs enda gefur hún ritstjóra betra svigrúm til að sinna efnisöflun fyrir Hlekkinn auk annarar hagræðingar sem fellst í þessari sameiningu.
Það að starfa í fjölmennri nefnd þar sem stöðugt er verið að kynna sér og þýða lesefni samtakanna er frjórra vinnuumhverfi en að starfa að mestu einn í stofuhorninu heima með tölvuna í fangnu.
Nú þegar fyrsta útgáfa Hlekksins á þessu ári kemur á vefsíðuna okkar verður það vonandi líka í síðasta sinn sem hann kemur út í þessari mynd því ef allt gengur að óskum verður ný vefsíða samtakanna komin í loftið fyrir næstu útgáfu.
Að þessu sinni eru í Hlekknum, undir krækjunni ,,Þýðingar“  tvær þýddar reynslusögur úr Forum og er önnur þeirra úr Alateen opnu tímaritsins. Undir krækjunni ,,Frá félögum“ er pistillinn ,,Frá mínum bæjardyrum séð“ en þar fjallar félagi um sinn skilning á fyrsta þjónustuhugtainu. Ætlunin er að fá fleiri félaga til að fjalla um þjónustuhugtökin frá þeirra bæjardyrum séð.
Fyrsta þjónustuhugtakinu eru svo gerð frekari skil undir krækjunni ,,Úr lesefninu“. Einnig er þar efni um fyrsta sporið, fyrstu erfðavenjuna og hugmynda að fundarefni.
Að lokum vil ég skora á Al-Anon félaga að senda Hlekknum reynsusögur til birtingar. Fjöldi félaga deilir reynslu sinni í hverri viku og jafnvel oft í viku á fundum og nú væri kannski tækifæri til að setja eitthvað af þessari reynslu á blað, eða í Word og senda okkur á hlekkurinn@al-anon.is eða á al-anon@al-anon.is. Hæfileg lengd á reynslusögu er 10 línur til eitt A4 blað.