Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 18. febrúar 2012

Kæru Al-Anon félagar!   Ákveðið hefur verið að halda svæðisfund laugardaginn 18. febrúar kl. 12-17  og verður hann haldinn í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg 9, Reykjavík.   Á svæðisfundum eru  bæði vandamál og lausnir deilda  rædd og skiptast deildir á upplýsingum til hjálpar samtökunum.   Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi en þeir sem hafa atkvæðisrétt eru deildarfulltrúar (eða varadeildarfulltrúi ef …

Jólafundur í Árbæjardeild 6. desember 2011

Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum klukkan 21 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur sinn árlega jólafund í kvöld, þriðjudaginn 6. des.    Eftir fundinn er gestum boðið upp á kaffiveitingar.   Fundurinn er öllum opinn og er Al-Anon félagar hvattir til að mæta, taka með sér gesti og eiga notalega stund saman á aðventunni.    

Afmælisfundur Al-Anon 20. nóvember

Grafarvogskirkju kl. 20 Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 20. nóvember í Grafarvogskirkju.   Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir.  Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk og von.  Þá verður tónlistarflutningur og boðið uppá veitingar að fundi loknum.    Al-Anon félagar eru hvattir …

Landsþjónusturáðstefna 29. og 30. október 2011

Landsþjónusturáðstefna Al-Anon verður haldin dagana 29. og 30. október í Grensáskirkju.   Deildarfulltrúar og  varadeildarfulltrúar hafa mátt sitja ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúar frá árinu 2004.   Frá og með Landsþjónusturáðstefnu 2007 hefur hinum almenna félaga einnig verið gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúa án málfrelsis og tillöguréttar.   Deildir bera kostnað vegna setu sinna fulltrúa á ráðstefnunni og er …

Al-Anon fundur laugardaginn 13. ágúst

Ric og Roger heimsækja Al-Anon á Íslandi Al-Anon fundur verður haldinn í Langholtskirkju laugardaginn13. ágúst kl. 14.30.Allir Al-Anon félagar eru velkomnir á fund með þeim Ric B framkvæmdastjóra alþjóðaþjónustuskrifstofu Al-Anon og Roger C sem situr í stjórnarnefnd Al-Anon.Á fundinum munu þeir segja sínar sögur og svara fyrirspurninum frá Al-Anon félögum á Íslandi. Al-Anon félagar eru hvattir til að mæta og nýta …

Sumarlokun skrifstofu Al-Anon 2011

19. júlí til 8. ágúst Ágætu félagar og deildir!   Skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til og með 8. ágúst.   Ef bráðvantar bóksölu er hægt að panta lesefni á heimasíðunni www.al-anon.is og fá sent í póstkröfu. Einnig er hægt að hafa samband og panta lesefni á al-anon@al-anon.is.   Gleðilegt sumar!  

Ferðafélagar í sumarfríið

  Einn dagur í einu Lestu – Hlustaðu Munum eftir lesefninu í sumarfríið  Vekjum sérstaka athygli á geisladisknum Alveg tilvaldir ferðafélagar í bílinn og græjurnar  Í bókinni Einn dagur í einu má finna stuttar reynslusögur fyrir hvern dag ársins.   Á hljóðbókinni Einn dagur í einu er hægt að hlusta á valda daga úr bókinni.   Bækurnar er hægt að …

Hugmyndabankinn HUGSAÐU

40 ára afmæli á næsta ári Komdu með hugmyndir Al-Anon samtökin á Íslandi eiga 40 ára afmæli 18. nóvember 2012 og í tilefni þess var ákveðið að setja á laggirnar hugmyndabanka.   Inn í þennan banka eru Al-Anon félagar hvattir til að leggja inn allar þær hugmyndir sem þeir fá um það á hvern hátt hægt er að minnast þessara tímamóta. Það er …

Fundir í Kaupmannahöfn

Breyttur fundarstaður í sumar Vegna sumarlokunar Jónshúss í Kaupmannahöfn frá 22. Júní til 8. ágúst flytjast Al-Anon fundir yfir í Sankt Pauls kirke við Gernersgade 33, sami tími (þriðjudagar kl. 20). Ekki verða heldur haldnir nýliðafundir á þessu tímabili.    Kær kveðja og þakklæti Al-Anon deildin Jónshúsi  

Meira virði en…

Reynslusaga um sjálfsmat Ég gægðist fram á tröppurnar á bak við pilsfald móður minnar þar sem ég horfði á tvö lögreglumenn halda föður mínum á milli sín. Hann var afar illa til fara, blóðugur, óhreinn og angaði af vínanda, virtist reiður, barðist um og reyndi að losa sig sem gekk ekki í þetta sinn. Þeir spurðu hvort móðir mín vildi …