Tækifæri til þess að virkja sköpunargáfuna!

Okkur vantar myndefni og hugleiðingar ykkar
 
Það væri frábært að fá myndir (teiknaðar, málaðar, tölvugerðar) til þess að gera síðuna ykkar flottari. Ef þið sendið ljósmyndir þá mega ekki vera nein þekkjanleg andlit því við verðum að passa upp á nafnleyndina.
Myndir á tölvutæku er best að hafa í .jpeg, .png, .gif eða .bmp. Athugið að við birtum ekki myndir sem hafa verið notaðar á öðrum vefsíðum.
 
 
Það er líka hægt að senda á myndir á skrifstofu Al-Anon eða hafa samband á  al-anon@al-anon.is og þá getur vefumsjónarstjóri kannski hitt þig/ykkur og fengið myndirnar til þess að skanna inn.
 
Svo eru allar pælingar, ljóð, sögur sem varða Alateen batagöngu ykkar velkomnar. Allt verður birt sem samrýmist Alateen boðskapnum.
 
Munið að orð ykkar geta haft áhrif og hjálpað öðrum.