Slepptu tökunum og leyfðu Guði

Þýtt úr Alateen Talks Back on Slogans, bls. 9.
Hlekkurinn, 2. tbl. 9. árg. 1994
 Hvað er svona mikilvægt við að hafa rétt fyrir sér?  Hvers vegna lendi ég í rifrildi við foreldri mitt sem er alkóhólisti, eða þann sem er ekki alkóhólisti, og verð æstur þegar ég veit að allt sem ég kem til með að segja gerir aðstæðurnar á heimilinu verri?  Öll fjölskylda alkóhólistans er sjúk vegna þess að hún býr við aðstæður sem alkóhólismi hefur skapað og slíkar aðstæður geta valdið okkur miklum vandræðum.
Ég þekki þá miklu reiði sem fylgir því að reyna að ná til alkóhólista undir áhrifum.  Það þýðir ekkert að gráta eða skammast, að missa stjórn á skapi sínu eða fara að heiman til þess að reyna að ná til alkóhólistans.  Ef ég verð reiður við hann þá mun hvorugur okkar vera með réttu ráði.  Myndi ég fara til framandi lands og búast við því að fólk skyldi tungumál mitt?  Fyrir alkóhólistanum tala ég allt annað tungumál.  Ég kann ekki tungumál alkóhólistans og hann skilur ekki mitt.  Þegar alkóhólistinn er leiðinlegur, hugsunarlaus, gjarn til að rífast eða beita ofbeldi, mun ég reyna að vera hljóður og vorkenna ekki sjálfum mér.
 
Ég mun sleppa tökunum og leyfa Guði.
Tim, Nebraska, USA

 

Þýtt úr Alateen Talks Back on Slogans, bls. 9. ( fæst á skrifstofu Al-Anon)
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.© 
© Al-Anon Family Group Headquarters, Inc. All Rights Reserved.
Öll réttindi áskilin! Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga. 
Al-Anon samtökin á Íslandi©