Einn dagur í einu

Þýtt úr Alateen Talks Back on Slogans, bls. 14
Hlekkurinn, 2. tbl. 9. árg. 1994
Saga mín er öðruvísi að því leyti að vandamálin byrjuðu eftir að faðir minn hætti að drekka.  Mér var ekki sagt frá drykkjuvandamáli hans fyrr en ég var tíu ára.  Ég hafði þó alltaf vitað að fjölskyldan mín væri eitthvað ,,öðruvísi“ því að móðir mín var alltaf í símanum og pabbi minn var aldrei heima.
 
  
Ég hafði alltaf óttast föður minn þó að ég hefði aldrei séð hann undir áhrifum.  Þegar ég var í sjöunda bekk fór ég að finna á mér að eitthvað var að.  Samt gat ég ekki komist að því hvað það var.  Einn daginn sá ég svo föður minn flytja bækurnar sínar út, jafnframt fór hann að dveljast lengur í bænum, jafnvel um helgar.  Í fyrstu fannst mér erfitt að venjast þessum aðskilnaði og á hverju kvöldi fannst mér sem eitthvað vantaði þegar hann kom ekki heim.  Mestar áhyggjur hafði ég þó af því að hann væri ekki fær um að hugsa nógu vel um sig sjálfur, ég hafði aldrei séð hann matreiða annað en spaghettí.
 
Síðan ég man eftir mér hef ég fengið lyf við flogaveiki og því þarf ég að taka ábyrgð á eigin heilsu – en ekki hvort faðir minn borðar þrjár máltíðir á dag.  Nú, eftir margra ára lyfjanotkun hef ég hætt að taka lyf.  Þetta er því hættulegur tími fyrir mig en Alateen hefur hjálpað mér að skilja að ég get bara lifað einn dag í einu, og ekki gert áætlanir um framtíðina.
 
Núorðið hugsa ég lítið um líkur mínar á því að fá flogaveikikast og ef svo yrði þá myndi alateen aðferðin líka hjálpa mér að taka á því.
Mary, New York

 

 Þýtt úr Alateen Talks Back on Slogans, bls. 14
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.© 
© Al-Anon Family Group Headquarters, Inc. All Rights Reserved.

Öll réttindi áskilin! Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga. 
Al-Anon samtökin á Íslandi©