Vanmáttur

Living Today in Alateen
7. janúar
Í fyrsta sporinu viðurkenndum við að við vorum vanmáttug gagnvart áfengi. Í dag vinn ég þetta spor með því að setja ,,vanmáttug gagnvart fólki og aðstæðum“  í staðinn fyrir ,,vanmáttug gagnvart áfengi“. Áður fannst mér ég geta stjórnað öllum -alkóhólistanum og öllum öðrum. Ég hélt að ég
 
gæti breytt þeim svo þeir yrðu eins og ég vildi hafa þá. Núna skil ég að ég ræð ekki yfir öðru fólki. Eina manneskjan sem ég get breytt er ég sjálf/ur.
          Alateen hefur hjálpað mér að skilja hugtakið vanmáttur. Þegar ég tek eftir því að ég er aftur að byrja að stjórna, þá staldra ég við og rifja upp fyrsta sporið.
 
Til umhugsunar
Þegar ég hef áhyggjur yfir hlutum sem ég ræð ekki yfir, þá skaða ég bara mig. Alateen hjálpar mér að hætta að hafa áhyggjur af öðru fólki og lífi þess, svo ég geti fengið sem mest út úr mínu lífi.
 

B-26, Living Today in Alateen, 7th of January
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.©

 Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.
Al-Anon samtökin á Íslandi©
Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.