Living Today in Alateen
? dagur
Eitt af því sem ég tók með mér heim af Alateen fundunum var friður.
Tilfinningin um að allt verði í lagi þrátt fyrir að hlutirnir gerist ekki
einmitt í dag. Deildin mín leystist upp og ég tapaði þessari tilfinngu
um frið og æðruleysi um tíma.
Undanfarið hef ég verið að kljást við sjálfan
mig og núna er ég að ná aftur innri ró. Alateen hefur kennt mér hvernig ég finn þessa ró, þess vegna þarf ég að finna mér aðra Alateen deild og gera hana að minni heimadeild. Alateen tengir mig við minn æðri mátt og minn æðri máttur gefur mér innri
ró.
Stundum hef ég verið spurður “ Hefurðu sæst við æðri mátt? “ Ég svara þá að ég hef aldrei þrætt við hann, en ég hef stundum snúið við honum baki og gengið í burtu.
Til umhugsunar:
Æðruleysi er eitt af því dýrmætasta sem við öðlumst af því að það segir okkur að líf okkar sé í höndum æðri máttar og þess vegna eigum við von þrátt fyrir alla ringulreið og óreglu.