Living Today in Alateen
16. janúar
– Áður hugsaði ég mér guð eins og álfadís. Hann uppfyllti óskir, gerði suma hamingjusama og sinnti öðrum ekki. Núna veit ég að það er ekki þannig. Hann er alltaf tilbúinn að hlusta á bænir mínar og svör hans eru já, nei, eða bíddu. Með því að læra að treysta og æfa mig í þolinmæði, veit ég að hann mun gera það sem er best fyrir mig í dag.
– „Slepptu tökunum og leyfðu guði“ er eitt af fyrstu slagorðunum sem ég heyrði þegar ég byrjaði í Alateen. „Slepptu tökunum og leyfði guði“ þuldi ég sí og æ, en ég vissi ekkert almennilega hvað það þýddi.
Þegar ég áttaði mig á því, fór ég að hugleiða þetta slagorð. Mér finnst það þýða að maður eigi að afhenda guði málin, frekar en að lenda í uppnámi yfir þeim. Í dag ætla ég að beita þessu slagorði, frekar en að fara í öskurkeppni við pabba minn, sem er alkohólisti.
– Þegar ég hugsa um æðri mátt finn ég til frelsis. Mér finnst ég þá vera laus við áhyggjur daglega lífsins, við sársaukann úr fortíðinni og kvíðann fyrir framtíðinni. Æðri máttur gefur mér kraft og hugrekki til að takast á við lífið. Það eina sem ég þarf að gera er að biðja um það.
Til umhugsunar:
Hvað merkir æðri máttur fyrir mig?
B-26, Living Today in Alateen, 16th of January
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.©
Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.
Al-Anon samtökin á Íslandi©