Ég ræð hvernig ég bregst við

Living Today in Alateen
6. janúar
Áður varð ég oft mjög reið/ur við vini mína. Ef einhver sagði eitthvað sem mér mislíkaði þá var ég með fýlusvip við hann eða hana allan þann dag. Ég sagði engum yfir hverju ég hafði reiðst  og enginn vissi fyrir víst við hvern ég reiddist.
        
Eftir að ég byrjaði í Alateen fór ég að skilja heilmikið í því hvernig ég bregst við öðru fólki. Ég veit að ég get ekki ráðið því hvað aðrir gera, en ég get ráðið því hvernig ég bregst við því sem aðrir gera. Ég verð að tala beint út við fólk, til að það séu raunveruleg samskipti. Þegar ég reiðist get ég sagt vinum mínum hver ástæðan og þá getum við talað út um það.
 
Til umhugsunar:
Ég hef þroskast nóg í Alateen til að átta mig á því, að svipur eða raddblær eða skapið hjá öðru fólki gagnvart mér, hefur oft ekki neitt með mig að gera. Oftast hefur það mest að gera með það hvernig hinni manneskjunni líður innra með sér.
 
 

B-26, Living Today in Alateen, 6th of January
 Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.© 

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.
Al-Anon samtökin á Íslandi©

 

Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til annarra félaga.