Ég ræð hver minn æðri máttur er

Living Today in Alateen
21. janúar
Í þriðja sporinu segir: að fela vilja sinn  og líf sitt í umsjá guðs eins og við skiljum hann. Ég átti í mestu vandræðum með þetta, þar sem ég hafði engan guð!
         Ég talaði um þetta við trúnaðarmann minn og hann sagði mér að búa mér til eitthvað sem ég gæti skilið  og halda mig við það, svo ég fór eftir því. Ég kallaði hann ekki guð eða neitt þannig. Ég lét hann heita Jóa.
Þegar ég tók þriðja sporið  og fól Jóa líf mitt og vilja minn, þá fór líf mitt að verða betra. Af því að ég átti minn æðri mátt, gat ég sagt honum hluti sem ég vissi að hann myndi skilja, því hann var minn persónulegi guð. Síðar í batanum fór ég að kalla hann guð, en það var mikilvægt fyrir mig þegar ég var að byrja að vita að ég mátti velja.
        
Til umhugsunar:
Mörg okkar kalla þennan æðri mátt ,,Guð“. Sumum okkar finnst hann vera hópurinn í deildinni. Það skiptir ekki máli, svo lengi sem við trúum því í raun, að eitthvað æðra okkur sjálfum geti hjálpað okkur.

(Alateen – Hope for Children of Alchoholics, p. 14)

 
 

B-26, Living Today in Alateen, 21st of January
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.© 

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.

Al-Anon samtökin á Íslandi©

Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.