Alateen breytti því hvernig ég lifi og hvernig ég hugsa

Living Today in Alateen
3. febrúar
Í dag er ég þakklát fyrir Alateen. Áður en ég fór að sækja fundi, var ég mjög feimin og hrædd við fólk. Ég velti fyrir mér hvað þeim myndi finnast um mig ef ég talaði við þau og segði þeim hvernig mér liði. Ég reyndi að vera alveg eins og allir aðrir en það mistókst. Ég var niðurdregin og einmana og sá alltaf lífið í ömurlegu ljósi.
          
 Alateen breytti því hvernig ég lifi og hvernig ég hugsa. Núna er ég ekkert að reyna að líkjast öllum öðrum, ég reyni bara að vera eins og ég. Ég er bjartsýnni og ánægðari. Það er frábært að vera félagi í þessum góða félagsskap sem Alateen er. Vinátta er sjaldgæfur og dýrmætur gimsteinn, sem ég kann best að meta þegar ég deili henni með öðrum.
 
Til umhugsunar:
Í Alateen fann ég væntumþykju, vini, skilning og trú. Allt það sem ég hafði áður misst.
 
 
 

 B-26, Living Today in Alateen, 3rd of February
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.© 

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.

Al-Anon samtökin á Íslandi©

Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.