Foreldrar mínir rifust nánast á hverjum degi þegar ég var lítill. Ég var hræddur við pabba af því að hann drakk. Ég vissi aldrei hvað hann myndi gera við mömmu. Ég fékk á tilfinninguna að hann myndi berja hana eða jafnvel enn verra en það, drepa hana.
Ég var ungur, svo að ég hafði ekki hugmynd um hvað var að honum. Mamma tók mig með á sína Al-Anon fundi og ég lærði smám saman hvaða vandamál hrjáði pabba minn. Ég fór að fara í Alateen. Núna kann ég að láta hann í friði þegar hann er í vondu skapi eða þegar foreldrar mínir eru að rífast. Það er þeirra vandamál og kemur mér ekki við.
Alateen breytti lífi mínu. Ég veit að þegar erfiðleikar eru heima fyrir get ég alltaf hringt í trúnaðarmanninn minn. Ég get rætt hlutina og komist hjá því að leyfa þeim að fara svo mikið í taugarnar á mér.
Nafnlaus
Öll réttindi áskilin! Al-Anon og Alateen félögum er frjálst að prenta út og dreifa efninu innan samtakanna og til félaga.
Al-Anon samtökin á Íslandi©