Sjúkdómurinn alkóhólismi afskræmir kærleikann. Alkóhólistar hata oft sjálfa sig og það virðist sem þau hati líka alla aðra. Þau bregðast við á óskynsamlegan hátt. Við sem búum við alkóhólisma högum okkur oft líka á óskynsamlegan hátt
Alkóhólistar taka oft fjandsemi sína út á öðrum. Þegar einhver er stjórnlaus þá er skynsamlegt að reyna að forðast samskipti við þá ef mögulegt. Það er ekki skynsamlegt að slást eða rífast við einhvern sem er að drekka.