Byrjaðu á því að kynna þér alkóhólisma. Það mun hjálpa þér að skilja hvernig sjúkdómurinn er. Lestu Alateen og Al-Anon lesefni. Það er hægt að fá lesefnislista frá Al-Anon skrifstofunni eða kíkja á lesefnislistann á síðunni. Taktu þátt í Alateen eða Al-Anon deild og stundaðu fundi reglulega.
Talaðu við fólk, hlustaðu og lærðu hvernig þau tókust á við vandamál svipuðum þínum. Sættu þig við þá staðreynd að þú getur ekki lifað lífi annarra fyrir þá, alveg sama hversu mikið þig langar til að hjálpa þeim. Reyndu að dæma ekki. Fjölskyldur alkóhólista eiga oft við mörg vandamál að stríða. Þegar um alkóhólisma er að ræða þá segir fólk oft hluti sem það meinar ekki. Reyndu frekar að einbeita þér að þinni eigin hegðun og því sem þú lærir á Alateen fundum. Fylgstu vel með eigin tilfinningum og hegðun. Allir sem búa með alkóhólista geta orðið fyrir áhrifum. Hugsun okkar verður brengluð og ruglingsleg. Okkur gæti farið að mislíka við alkóhólistann og aðstæðurnar sem drykkjan veldur. Í Alateen lærum við að aftengja okkur sjálf frá neikvæðum hugsunum. Þær eru fyrst og fremst skaðlegar fyrir okkur sjálf. Að lokum: þú getur best veitt hjálp með því að öðlast bata sjálf/sjálfur. Þú gerir það með því að vera í Alateen.