Alkóhólismi hefur áhrif á alla í fjölskyldunni. Kannski finnst hinu foreldri þínu það vera einmana, hrætt, ráðvillt eða reitt og það gæti hagað sér á taugaveiklaðan, pirraðan og fjandsamlegan hátt. Ef við fáum ekki hjálp þá er líf með virkum alkóhólista of erfitt fyrir flest okkar.
Sumir foreldrar tala illa um hitt foreldrið til þess að upphefja sig í þínum augum. Þau gætu stundað andlegt og líkamlegt ofbeldi á hvort öðru. Þú gætir þurft að sjá um mörg heimilisverk til að létta ábyrgðinni af þeim. Þér gæti verið treyst fyrir fullt af persónulegum málum þeirra af því þau treysta þér eða þú ert eina manneskjan sem þau geta talað við. Aðrir eru hins vegar stöðugt í því að segja þér til, sérstaklega ef þú lætur ekki að stjórn. Kannski finnst þér þú ekki þurfa að bera virðingu fyrir því foreldri sem drekkur ekki, af því að hann/hún virðist ekki geta fengið hitt foreldrið til að hætta að drekka. Í Alateen getur þú lært að fást við gremju þína gagnvart foreldrum þínum. Líklega líður öðrum í fjölskyldunni jafn illa og þér. Það hjálpar að vera þolinmóð/ur og skilningsrík/ur. Kannski gætir þú bent þeim á að sækja sér hjálp í Al-Anon.