Það getur vel verið að þau geri sér grein fyrir því að það er eitthvað rangt við það hvernig þau drekka. En þau skammast sín kannski eða eru alls ekki tilbúin að viðurkenna það. Fáir eru tilbúnir til þess.
Kannski eru þau í afneitun. Það þýðir að þau sjá ekki að þau eiga við vandamál að stríða. Mamma þín eða pabbi gætu hafa reynt að takast á við drykkjuna en það mistekist. Margir alkóhólistar gefa upp vonina vegna þess að þeim tekst ekki sjálfum að hætta að drekka.