Fundir falla niður um jólin í Sprotanum

Engir fundir á aðfangadag og gamlársdag  Kæru félagar!   Fundir falla niður hjá fimmtudagsdeildinni Sprotanum yfir jólin, á aðfangadag og gamlaársdag. Sprotinn er með fundi alla fimmtudaga kl. 18:00 í Safnaðarheimili  Aðventkirkjunnar að Ingólfsstræti 19 í Reykjavík.   Að sjálfsögðu mun deildin starfa áfram á nýja árinu og býður alla félaga velkomna á kósý fundi eftir amstur vinnunnar.   Bestu …

Fjölmennum á Akranes laugardaginn 5. desember

Tilkynning frá suð-vestursvæði Kæru félagar, Á svæðisfundi Suð- vestursvæðis í nóvember var ákveðið að fjölmenna á fundi úti á landsbyggðina.   Næst verður farið á Akranes laugardaginn 5. desember. Fundurinn þar er að Suðurgötu 108 kl 11:00 og eru allir velkomnir.   kær kveðja frá suð- vestursvæði  

jólafundur Árbæjardeildar

þriðjudaginn 8. desember kl 21:00 Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum klukkan 21 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju er með sinn árlega jólafund þriðjudaginn 8. des.   Við fáum reyndan félaga úr landsþjónustunni sem gestaleiðara og eftir fundinn býður deildin upp á kaffi og kökur.   Fundurinn er öllum opinn og Al-Anon félagar eru hvattir til að mæta, taka með sér gesti og …

Vissir þú að…

það eru Al-Anon fundir á hverjum degi… Hér á síðunni er hægt að finna fundarskrá fyrir Al-Anon fundi víðs vegar um landið. Föstudagsdeildin í Grafarvogskirkju vill bjóða alla félaga velkomna á fundina þeirra sem eru haldnir í kjallara kirkjunar kl 20:00 á föstudags kvöldum.   Yndislegt að byrja helgina á fundi þar.

Svæðisfundur Reykjavíkursvæðisins í Grafarvogskirkju

Miðvikudaginn 18. nóvember kl 19:00 Svæðisfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. nóvember nk. í kjallara Grafarvogskirkju og hefst  kl.19.Föstudagsdeildin, sem heldur fundi sína í Grafarvogskirkju á föstudögum kl. 20, hefur tekið að sér að sjá um þennan fund.Mikilvægt er að hver deild sendi frá sér fulltrúa en allir Al-Anon félagar eru velkomnir á svæðisfundi.Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru deildar og varadeildarfulltrúar(í …

Afmælisfundur í Grafarvogskirkju

Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna 15. nóvember 2009 Kæru félagar í Al-Anon. Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn sunnudaginn 15. nóvember 2009. Fundurinn verður haldinn í Grafarvogskirkju kl 20:30 og er öllum opinn. Hér er tækifæri fyrir alla að kynna sér Al-Anon. Félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta og taka með sér gesti. AL-ANON samtökin voru …

Svæðisfundur suð-vestursvæðis

31. október 2009 minnum á svæðisfund í Þverholti 7 Ágætu deildir á suður- og vesturlandi. Það verður haldinn svæðisfundur núna 31. október, í Þverholti 7 húsi Rauða-krossins í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst kl 09:00. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar svæðisins til Landsþjónusturáðstefnunnar  sem haldin verður eftir áramót. Að venju verða umræðuhópar og fleira.      

Dagskrá svæðisfundar Norð-Austursvæðis núna um helgina

24. október 2009 kl. 13:00 – 17:00 Opinn Al-Anon fundur kl. 17.15 Kæru félagar!   Svæðisfundur Norð-Austursvæðis verður haldinn laugardaginn 24. október næstkomandi. Fundarstaður er AA-húsið, Strandgötu 21 á Akureyri.  Fundartími er frá klukkan 13:00 – 17:10.   Opinn Al-Anon fundur verður í framhaldi af svæðisfundinum.   Allir félagar í Al-Anon samtökunum eru velkomnir en athugið að hver deild hefur …

Svæðisfundur Norðaustursvæðis

24. október 2009 Svæðisfundur Norðaustursvæðis verður haldinn þann 24. október næstkomandi. Fundarstaður er AA-húsið, Strandgötu 21 á Akureyri. Fundartími er frá klukkan 13:00 – 17:10. Opinn Al-Anon fundur verður í framhaldi af svæðisfundinum.   Með bestu kveðju, María Svæðisfulltrúi Norðaustursvæðis   

Svæðsfundur á Suð-Vestursvæði!

Laugardagurinn 31. október 2009 Þverholti 7, Mosfellsbæ Ágætu deildir á suður- og vesturlandi. Það verður haldinn svæðisfundur núna 31. október, í Þverholti 7 húsi Rauða-krossins í Mosfellsbæ. Fundurinn hefst kl 09:00. Þar verða m.a. kosnir fulltrúar svæðisins til Landsþjónusturáðstefnunnar  sem haldin verður eftir áramót. Að venju verða umræðuhópar og fleira. Nánari upplýsingar og dagskrá birtast seinna.