Dagskrá svæðisfundar Norð-Austursvæðis núna um helgina

24. október 2009
kl. 13:00 – 17:00 Opinn Al-Anon fundur kl. 17.15
Kæru félagar!
 
Svæðisfundur Norð-Austursvæðis verður haldinn laugardaginn 24. október næstkomandi. Fundarstaður er AA-húsið, Strandgötu 21 á Akureyri.
 Fundartími er frá klukkan 13:00 – 17:10.
 

Opinn Al-Anon fundur verður í framhaldi af svæðisfundinum.

 
Allir félagar í Al-Anon samtökunum eru velkomnir en athugið að hver deild hefur aðeins eitt atkvæði í þeim kosningum sem fram munu fara. Deildarfulltrúi fer með atkvæðisrétt en annars varadeildarfulltrúi.
   Góðir gestir frá Aðalþjónustunefnd samtakanna munu mæta á fundinn og gefa svör við almennum fyrirspurnum. Veitingar verða í boði en reynt verður að stilla kostnaði í hóf og skipta honum á milli deilda. Því er gott að vita fjölda þeirra sem mæta frá hverri deild ef hægt er.
  Vinsamlega staðfestið komu ykkar með því að hringja í undirritaða eða senda tölvupóst sem fyrst. 856-5165 eða í maria@emax.is
 
Dagskrá fundarins er sem hér segir: (meira)
 
Dagskrá:
 
13:00  Fundur settur með æðruleysisbæninni og kynning fundargesta
            (nafn, deild, þjónustuþátttaka).
13:15  Kjör ritara og fundarstjóra.
13:20  Kynning á svæðisstarfi og svæðisskipulagi. Fyrirspurnir og svör.
13:45  Deildarfulltrúar segja frá sinni deild í stuttu máli.
14:10  Kynning á starfi svæðis- og varasvæðisfulltrúa.
            Kosning svæðis- og varasvæðisfulltrúa.
14:35  Landsþjónustufulltrúi kynnir reynslu sína af störfum í aðalþjónustunefnd.
14:45  Matarhlé í 30 mínútur. (Veitingar á staðnum í umsjón gestgjafa).
15:15  Hlutverk landsþjónustufulltrúa kynnt. Kosning 3 fulltrúa á næstu  landsþjónusturáðstefnu.
15:45  Umræða um deildir á landsbyggðinni. Hvað er hægt að gera fyrir þessar deildir svo þær hætti ekki? Hugmyndasmiðja.
16:30  Önnur mál.
17:00  Ákveðið hvar næsti svæðisfundur skal haldinn og hvenær.
17:15 – 18:15 Opinn Al-Alon fundur!
 
Með fyrirvara um breytingar.