Kaffiveitingar og gleði Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum kl. 21:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur upp á 23ja ára afmæli deildarinnar næstkomandi þriðjudag 22. janúar. Gestaleiðari úr annarri deild mun deila reynslu sinni og eftir fundinn býður deildin upp á kaffiveitingar. Fundurinn er opinn og eru Al-Anon félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Hlökkum til að …
Fundir Grafarvogskirkju hættir
Fundir á föstudagskvöldum kl. 20:00 í Grafarvogskirkju eru hættir. Deildin hefur verið lögð niður. Með kveðju
Fundur í Árbæjardeild fellur niður
Jóladagskvöld Fundur fellur niður að kvöldi jóladags í Árbæjardeild. Á nýjársdag verður enginn nýliða- eða sporafundur en fundur verður kl. 21:00. Með aðventukveðju Al-Anon deildin í Árbæ
Fundir í Mosfellsbæ í desember 2012
Breyting á fundum vegna hátíðanna Það verður breyting á fundartímum og fundarstöðum hjá Al-Anon deildinni í Mosfellsbæ í kringum hátíðsdagana í desember. Fundartímar og fundarstaðir verða skv. eftirfarandi: 17. des kl. 20.15 í Mosfellskirkju í Mosfellsdal.24. des kl. 11:00 í Rauðakrossheimilinu Þverholti 731. des kl. 11:00 í Rauðakrossheimilinu Þverholti 7 Með hátíðakveðjuAl-Anon deildin í Mosfellsbæ
Fundir í Jónshúsi Kaupmannahöfn
Fundur fellur niður Fundur Al-Anon deildarinnar í Jónshúsi í Danmörku fellur niður 25. desember 2012, þ.e. jóladag. Með kveðjuAðalþjónustuskrifstofa Al-Anon
Svæðisfundur Reykjavíkursvæðis 1. des. 2012
Kirkja óháða safnaðarins, kjallara Laugardaginn 1. desember kl. 13 – 16 verður svæðisfundur í kjallara Kirkju óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56. Dagskrá: 13:00 – 13:30 Fundur settur með æðruleysisbæninni Dagurinn í dag lesinn í Einn dagur í einu Þjónustuhugtökin tólf lesin Fundargestir kynna sig og deild/þjónustu sína Kosning fundarstjóra og ritara 13:30 – 14:30 Skýrsla síðasta svæðisfundar …
Jólafundur Árbæjardeildar
Allir velkomnir Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum klukkan 21 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur sinn árlega jólafund þriðjudaginn 4. desember. Eftir fundinn býður deildin upp á kaffiveitingar. Fundurinn er opinn og er Al-Anon félagar hvattir til að mæta, taka með sér gesti og eiga notalega stund saman á aðventunni.
Svæðisfundur suð-vestursvæðis 24. nóvember 2012
Haldinn á Akranesi Haustfundur Suð-vestursvæðis verður haldinn á Akranesi, Suðurgötu 108 kl. 13:00 þann 24. nóvember 2012. Dagskrá: Fundur settur með Æðruleysisbæninni Fundarritari kosinn Fundarmenn kynna sig og sína deild Erfðavenjur og Þjónustuhugtök lesin Hlutverk svæðisfundar kynnt Fundargerð síðasta svæðisfundar lesin Landsþjónustufulltrúi skýrir frá starfi Landsþjónusturáðstefnu og niðurstöðum Önnur mál Deildarfulltrúar minntir á að miðla niðurstöðum svæðisfundar í deildinni …
Afmælisfundur Al-Anon samtakanna 18. nóvember 2012
40 ára afmæli Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 18. nóvember í Grafarvogskirkju. Í ár er sérstakt tilefni til þess að fagna því samtökin verða 40 ára einmitt þennan dag. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Þetta er opinn fundur þar sem Al-Anon félagar, Alateen félagi og AA félagi deila reynslu, styrk …
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon um næstu helgi
Landsþjónusturáðstefna Al-Anon samtakanna á Íslandi verður haldin dagana 20. og 21. október. Hún fer fram í Safnaðarheimili Grensáskirkju og dagskrá hefst báða dagana kl. 10.