Afmæli Árbæjardeildar

Kaffiveitingar og gleði
 
Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum kl. 21:00 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur upp á 23ja ára afmæli deildarinnar næstkomandi þriðjudag 22. janúar. Gestaleiðari úr annarri deild mun deila reynslu sinni og eftir fundinn býður deildin upp á kaffiveitingar.
 
Fundurinn er opinn og eru Al-Anon félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti.
 
Hlökkum til að sjá sem flesta.
 
Kveðja
Árbæjardeildin