(Alateen sponsor inventory)
Atriði til skoðunar
Varðandi hluverk mitt sem trúnaðarmanneskja:
- Man ég að ég get lært af mistökum mínum, að Alateen er líka þroskandi fyrir mig?
- Tala ég við trúnaðarmann minn, annan Al-Anon félaga eða Alateen nefndina þegar er ég ringluð/aður eða í uppnámi út af Alateen fundum?
- Tala ég reglulega við aðrar Alateen trúnaðarmanneskjur?
- Hef ég jákvæð viðhorf?
- Sinni ég minni eigin bataleið og leyfi Alateen félögum að sinna þeirra eigin?
- Mæti ég reglulega á Alateen nefndarfundi?
- Hvet ég aðra Al-Anon félaga til þátttöku í Alateen og deili reynslu minni af Alateen starfinu á Al-Anon fundum?
Mín eigin bataganga:
- Er ég virk/ur þátttakandi á minni eigin bataleið, eftir bestu getu?
- Vinn ég 12. sporið?
- Hef ég góðan skilning á erfðavenjunum? Geri ég mér grein fyrir því hversu mikilvægar þær eru fyrir batasamfélagið í deildinni?
- Nota ég slagorðin í eigin lífi?
Varðandi Alateen félaga:
- Geri ég mér grein fyrir því að sumir Alateen félagar eru lengur að skilja bataleiðina en aðrir?
- Man ég að Alateen félagar þurfa að sinna þjónustu í deildinni sinni til þess að þroskast í eign bata, t.d. að ganga frá eftir fund og ganga frá bæklingum?
- Hvernig sleppi ég tökunum á persónueinkennum eða athöfnum Alateen félaga sem mér líka ekki?
- Hef ég gert allt til að koma unglingunum í skilning um að ég er til staðar ef þau þurfa að tala?
Varðandi hlustun:
- Hlusta ég af þolinmæði og skilningi?
- Get ég hlustað án þess að dæma?
- Tala ég til að fylla upp í þagnir?
Varðandi fundina:
- Legg ég mitt að mörkum að gera andrúmsloftið þægilegt svo að félögum finnist öruggt að tjá sig?
- Eru Alateen félagar vissir um hvers er ætlast til af þeim á fundum?
- Leyfi ég þeim stundum að ,,blása út“ varðandi alkóhólistann í lífi þeirra?
- Hvet ég þau til að einbeita sér að því að deila reynslu sinni, styrk og von um sjálf sig frekar en aðra?
- Leyfi ég Alateen félögum að stjórna eigin fundi eða reyni ég að stjórna?
- Fá allir tækifæri til að leggja sitt að mörkum?
- Er fundurinn skipulagður, en þó sveigjanlegur?
- Hvet ég deildina til að nota verkfæri bataleiðarinnar, sporin, slagorðin og erfðavenjurnar?
- Get ég leitt Alateen félagana í gegnum sporin?
- Hvet ég til þess að félagar taki að sér þjónustuhlutverk, gerist trúnaðarmenn og gefi hvort öðru símanúmerin sín?
- Hef ég leyft félögum að þróa með sér deildarsamvisku í málefnum sem varða deildina?
- Er ég jafn tilbúin að leyfa Alateen félögum að gera mistök á fundum þeirra eins og ég væri ef um fullorðna einstaklinga væri að ræða?
- Hversu oft hvet ég leiðarann/ritarann til að láta kjósa um mikilvæg málefni?
- Sýni ég því skilning þegar félagar missa af fundum?
- Útskýrum við fyrir nýliðanum að það er andlegur, ekki trúarlegur, fókus í deildinni?
- Er ég tilbúin til að vera til staðar eftir fundinn?
- Hvet ég til umræðna um erfðavenjurnar?
- Hvet ég til notkunar á samþykktu Alateen og Al-Anon lesefni á fundum?
Byggt á Alateen Sponsor Inventory og reynslu íslenskra félaga