Tólf erfðavenjur Alateen
Reynsla okkar innan Alateen-deildanna sýnir að eining okkar byggist á því að við förum eftir erfðavenjunum.
- Sameiginleg velferð okkar situr í fyrirrúmi. Bati hvers og eins byggist á einingu samtakanna.
- Hver deild hefur aðeins einn leiðtoga algóðan guð, eins og hann birtist í deildarsamviskunni. Fyrirsvarsmenn okkar eru aðeins þjónar sem við treystum, ekki stjórnendur.
- Til þess að gerast Alateenfélagi þarf aðeins eitt, að ættingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma. Unglingar sem eru aðstandendur alkóhólista mega því aðeins nefna sig Alateendeild að þeir komi saman til sameiginlegrar hjálpar og með því skilyrði að þeir komi saman í þeim tilgangi einum.
- Sérhver deild ætti að vera sjálfráða nema í málefnum sem snerta aðrar Alateen- eða Al-Anon fjölskyldudeildir eða Al-Anon og AA samtökin í heild.
- Alateen unglingadeildirnar hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa öðrum unglingum sem búa við alkóhólisma. Það gerum við með því að tileinka okkur tólf reynsluspor AA-samtakanna og með því að auðsýna nánustu fjölskyldu okkar skilning og hvatningu.
- Alateendeildirnar, sem eru hluti Al-Anon fjölskyldudeildanna, ættu aldrei að standa að, leggja fé til, eða lána nafn sitt neinum utanaðkomandi samtökum til þess að fjármunir, eignir eða upphefð fjarlægi okkur ekki frá upphaflegum andlegum tilgangi okkar. Þó að við séum sjálfstæð heild, skyldum við ávallt vera fús til samvinnu við AA-samtökin.
- Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum.
- Tólfta-spors starf Alateen ætti ávallt að vera í höndum áhugamanna en þjónustumiðstöðvar okkar mega ráða sérstaka starfskrafta.
- Deildirnar, sem slíkar, ætti aldrei að skipuleggja, en við getum myndað þjónusturáð eða nefndir, sem ábyrgar eru gagnvart þeim, sem þær þjóna.
- Alateendeildirnar taka enga afstöðu til utanaðkomandi málefna, þess vegna ætti aldrei að blanda nafni okkar í opinber deilumál.
- Stefna okkar í kynningarmálum byggist á aðlöðun fremur en áróðri og skyldum við ætíð varðveita eigin nafnleynd í fjölmiðlum. Sérstaklega skyldum við gæta nafnleyndar allra AA félaga.
- Nafnleynd er hinn andlegi grundvöllur allra erfðavenja okkar og minnir okkur ætíð á að setja málefni og markmið ofar einstaklingum.