Þýtt úr Alateen Talk, vol 43, nr 4.
Fyrir nokkrum árum var ég orðin alveg ráðalaus varðandi heimilisaðstæður mínar. Ég er einkabarn og bjó heima hjá mömmu minni og pabba. Mér leið eins og heimilið væri fangelsi. Foreldrar mínir töluðu sjaldan saman og þegar þeir gerðu það var það aðeins til að skiptast á móðgunum eða standa saman gegn mér. Alla vega upplifði ég það þannig. Pabbi og ég áttum eins lítil samskipti og hægt var. Við rifumst mikið og mamma miðlaði málum. Það virtist bara gera hlutina enn verri.
Einn daginn þegar ég var að deila þessum tilfinningum mínum með vinkonu minni þá sagði hún að aðstæður mínar gætu tengst drykkju einhvers. ,,Hver er að drekka?”, velti ég fyrir mér. Mér fannst foreldrar mínir báðir drekka í hófi. Pabbi fékk sér nokkra drykki á hverjum degi til að slaka á eftir vinnu og mamma drakk með honum ,,til að sýna stuðning”. Ég bað vinkonu mína um meiri upplýsingar. Hún sagði mér frá prófi sem ég gæti tekið sem kallast Alateen er það fyrir þig? (S-20) sem er gefið út af Al-Anon fjölskyldudeildunum. Neðst á prófinu stóð að ef maður svaraði einhverri spurningu játandi gæti Alateen hjálpað manni. Hvílík uppgötvun! Ég svaraði meira en helmingi spurninganna játandi. Ég ákvað að prófa að fara á Alateen fund.
Ég er svo glaður að ég gerði það. Síðan ég fór að fara á Alateen fundi hef ég lært um fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma. Ég hef lært að æfa mig í þeirri hugsun að ég olli ekki sjúkdómnum, ég get ekki læknað hann og ég get ekki stjórnað honum.
Ég hef líka lært að einu hlutirnir sem ég get breytt eru viðhorf mín og ég sjálfur. Núna tala ég opinskátt og tjái tilfinningar mínar. Að iðka sporin hefur gefið mér nýtt líf.
Foreldrar mínir eru enn að drekka, rífast og vera daprir, en ég samþykki það ekki lengur. Ég hef lært að tjá tilfinningar mínar á heilbrigðan og uppbyggilegan máta.
Ég er SVO ánægður að hafa fallið á þessu prófi!
John E.