Alateen nefnd er ein af fastanefndum Al-Anon samtakanna og hluti af þjónustuuppbyggingu Al-Anon á Íslandi. Hlutverk nefndarinnar er að halda utan um Alateen starf á landinu öllu og styðja við bakið á því. Síðustu árin hafa störf nefndarinnar snúist að mestu um þær Alateen deildir sem eru starfandi. Nefndin hefur til dæmis þýtt Alateen lesefni á íslensku til birtingar á heimasíðu Al-Anon og bæklinga. Auk þess hefur nefndin staðið fyrir kynningum á Alateen úti í samfélaginu.
Ein Alateen deild er starfrækt eins og er.
Sérhver Alateen deild þarf að hafa tvo trúnaðarmenn. Alateen trúnaðarmenn eru bundnir af trúnaði gagnvart unglingunum samkvæmt 12. erfðavenjunni. Um leið hafa þeir tilkynningarskyldu skv. barnaverndarlögum.
Trúnaðarmenn séu leiðbeinandi um að eðlileg mörk varðandi hegðun og fundarefni séu haldin. Trúnaðarmaðurinn er virkur í deildinni, leiðbeinir og deilir þekkingu sinni á reynslusporunum tólf og erfðavenjunum en stjórnar ekki. Alateen-félagar geta líka óskað þess að eignast persónulegan trúnaðarmann sem getur verið annað hvort félagi í Alateen eða Al-Anon.
Trúnaðarmennska í Alateen er virkilega gefandi 12. spors starf sem dýpkar batann og gefur nýja sýn á það hvernig Al-Anon/Alateen bataleiðin bætir líf okkar.
Allir Alateen trúnaðarmenn eru hluti af Alateen nefndinni sem fundar reglulega. Al-Anon og AA félagar í Al-Anon sem hafa verið styttra en í tvö ár í samtökunum geta tekið þátt í starfi nefndarinnar t.d. í kynningum og þýðingum á lesefni.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi nefndarinnar eða gerast trúnaðarmenn á Alateen fundum vinsamlegast sendið póst á al-anon@al-anon.is
Gefandi tólfta spors starf!
Það bráðvantar Al-Anon félaga til þess að taka þátt í þessu starfi. Ef þið viljið bjóða ykkur fram þá hafið samband við skrifstofu Al-Anon. |
Verklýsing Alateen nefndar er í þjónustuhandbók Al-Anon á Íslandi. |