Dagleg reikningskil – Mín daglega sjálfsrannsókn
10. sporið: ,,Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist,
viðurkenndum við það undanbragðalaust.“
Spurningar: | Hugsanlegar lausnir: |
Missti ég stjórn á skapi mínu? | Guð gefi mér æðruleysi |
Stjórnaðist ég af eigingirni í dag? | Spor 6, 7, 8 og 9 |
Gerði ég lítið úr öðrum í dag? | Umburðarlyndi gagnvart öðrum |
Bað ég æðri mátt um að hjálpa mér þegar ég þurfti á því að halda? | Slepptu tökunum og leyfðu guði |
Viðurkenndi ég það undanbragðalaust þegar ég hafði rangt fyrir mér? | …kjark til að breyta því sem ég get breytt… |
Hafði ég áhyggjur, brást ég illa við eða var í fúlu skapi? | Slepptu tökunum og leyfðu guði |
Gagnrýndi ég aðra? | Lifðu og leyfðu öðrum að lifa |
Sýndi ég virðingarleysi og reif kjaft? | Guð gefi mér visku og vit.. |
Gleymdi ég því að alkóhólismi er fjölskyldusjúkdómur sem getur valdið óútreiknanlegri hegðun? | Fyrsta sporið;…guð gefi mér vit til að greina þar á milli |
Leyfði ég mér að vera í sjálfvorkunn og píslarvætti? | Allir eiga við vandamál að stríða, sameinuð getum við tekist á við þau, fundirnir hjálpa! |
Kenndi ég öðrum um mína eigin hegðun í dag? | Hversu mikilvægt er það? |
Tókst mér að bæta einhvern af mínum brestum í dag? | … kjark til að breyta því sem ég get breytt.. |
Upplifði ég gremju í dag? | Þriðja sporið; Höfum það einfalt |
Hvaða tæki bataleiðarinnar er ég að nýta mér til að takast á við eftirfarandi skagerðareinkenni?
Skapið, gremjuna, ótta, gagnrýni á aðra, kenna öðrum um, sjálfsvorkunn, frestun, áhyggjur, geta ekki fyrirgefið, rífa kjaft, viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér, eigingirni, fresta hlutunum, stjórnsemi…..(bættu inn þínum eigin skapgerðareinkennum)
Nokkrar hugmyndir bataleiðarinnar:
Gera eitt í einu, dæma ekki aðra, sýna virðingu, sýna umhyggju, að biðja æðri mátt um hjálp, leggja sig fram um að skilja alkóhólisma sem sjúkdóm, nýta sér slagorðin og æðruleysisbænina, lesa Al-Anon og Alateen lesefni þegar hugsanirnar eru komnar í flækju, tala við trúnaðarmanninn sinn, fara á fund, hlusta og læra, sleppa tökunum, sýna þægilegt viðmót og svo margt, margt fleira.
Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.
Al-Anon samtökin á Íslandi©