Hafðu í huga – forðastu

Hér koma nokkrar ábendingar sem unglingar, eins og þið deila með ykkur. Þessi heilræði hafa gagnast Alateen félögum um allan heim, vonandi geta þau líka hjálpað ykkur að lifa með drykkju fjölskyldumeðlims eða vinar.

Hafðu í huga
  • Mundu að þú ert ekki sá eini/eina sem er með alkóhólista sem foreldri, systkini, vin…
  • Leitaðu þér hjálpar í Alateen/Al-Anon/AA eða hjá samtökum til þess ætluðum
  • Reyndu að kynna þér allt sem þú getur um fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma
  • Reyndu að vera heiðarleg/ur við sjálfa/n þig og aðra
  • Nýttu þér hæfileika þína á þann hátt sem gæti gagnast þér
  • Notaðu skynsemina þegar þú ert að fást við alkóhólisma
  • Hafðu í huga að það er ekki bara alkóhólistinn heldur allir meðlimir fjölskyldunnar sem eru tilfinningalega flæktir í sjúkdóminn
  • Finndu einhvern annan en ættingja til þess að treysta fyrir vandamálum þínum
  • Lærðu að fyrirgefa sjálfum/sjálfri þér og öðrum – þú skaðar bara sjálfa/n þig með því að erfa við aðra
  • Settu traust þitt á æðri mátt
  • Iðkaðu þína eigin sjálfsrannsókn
  • Játaðu skapgerðarbresti þína fyrir einni manneskju t.d. trúnaðarmanni þínum í Alateen
  • Segðu öðrum frá Alateen
Forðastu
  • Ekki hylma yfir alkóhólistanum eða taka ábyrgð á öðrum en sem er þitt
  • Ekki reyna að fá alkóhólistann til að reyna að hætta að drekka – þú getur það ekki
  • Reyndu ekki að rökræða við virkan alkóhólista
  • Ekki fela eða hella niður víni, það er alltaf hægt að ná sér í meira
  • Ekki taka það nærri þér þegar alkóhólistinn kennir þér um drykkjuna – þeir finna sér alltaf einhverja afsökun fyrir því að drekka
  • Ekki nota dóp eða vín til þess að flýja aðstæður fjölskyldunnar
  • Ekki dæma eða ásaka – mundu að alkóhólismi er sjúkdómur
  • Ekki gera vandamál foreldris þíns, systkina eða vina að aðalmálinu í þínu eigin lífi
  • Ekki búast við því að hlutirnir lagist í einni hendingu
  • Ekki búast við því að geta breytt neinum nema sjálfum/sjálfri þér
  • Ekki gefa sjálfsvorkunn færi á að magnast upp innra með þér – hún mun tortíma þér
  • Ekki gera úlfalda úr mýflugu yfir vandamálum alkóhólistans
Þessi texti er byggður á M-6, Alateen’s Do´s and Dont’s og reynslu íslenskra Alateen félaga
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.
© Al-Anon Family Group Headquarters. All Rights Reserved.

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að geta heimilda www.al-anon.is.

Al-Anon samtökin á Íslandi©