Sjúkdómurinn alkóhólismi afskræmir kærleikann. Alkóhólistar hata oft sjálfa sig og það virðist sem þau hati líka alla aðra. Þau bregðast við á óskynsamlegan hátt. Við sem búum við alkóhólisma högum okkur oft líka á óskynsamlegan hátt Alkóhólistar taka oft fjandsemi sína út á öðrum. Þegar einhver er stjórnlaus þá er skynsamlegt að reyna að forðast samskipti við þá ef mögulegt. …
Hvað á ég að gera ef kringumstæður verða ofbeldisfullar?
Reyndu að forða þér. Stundum er nauðsynlegt að yfirgefa herbergi þitt eða heimili um stundarsakir. Hafðu samband við einhvern sem þú treystir. Það gæti verið einhver í Al-Anon eða Alateen, trúnaðarmaður, félagsráðgjafi, kennari eða lögreglan. Vertu búin/nn að gera upp við þig hvað þú ætlar að gera ef þessar kringumstæður koma upp. Vertu tilbúin/nn með símanúmer og heimilisfang á öruggum …
Ef annað hvort foreldri mitt er alkóhólisti verð ég þá líka alkóhólisti?
Alkóhólismi hefur áhrif á alla í fjölskyldunni. Kannski finnst hinu foreldri þínu það vera einmana, hrætt, ráðvillt eða reitt og það gæti hagað sér á taugaveiklaðan, pirraðan og fjandsamlegan hátt. Ef við fáum ekki hjálp þá er líf með virkum alkóhólista of erfitt fyrir flest okkar. Sumir foreldrar tala illa um hitt foreldrið til þess að upphefja sig í þínum …
Skiptir það einhverju máli að ég fái hjálp ef alkóhólistinn neitar að gera eitthvað í sínum málum?
Já! Þeir sem gerast félagar í Alateen eða Al-Anon fjölskyldudeildunum kynnast mörgum sem þeir geta deilt skoðunum sínum með. Með því að breyta um viðhorf læra félagar að meta sjálfa sig og aðra. Ást og virðing verða hluti af lífinu.
Hvar getur alkóhólistinn leitað sér hjálpar?
Það eru margir staðir þar sem alkóhólistinn getur leitað sér hjálpar. Ein þekktasta hjálparaðferðin er AA (Alcoholics Anonymous). Alkóhólistar í bata segja að mestar líkur á árangri í AA eru þegar alkóhólistinn er tilbúinn til að biðja um hjálp og þiggja hana.
Hvernig get ég hjálpað mér?
Þú getur fengið hjálp með því að fara á Alateen og Al-Anon fundi. Fundarskrá funda getur þú séð hér: Alateen fundir og Al-Anon fundir. Þú getur líka sent okkur í Alateen nefndinni tölvupóst á alateen@al-anon.is eða al-anon@al-anon.is. Einnig er sniðugt að kynna sér efni þessarar síðu vel. Þó nokkuð lesefni er til fyrir Alateen og Al-Anon félaga sem við hvetjum …
Meðvirknisdraumurinn
Mig dreymdi að er ég tók utan um þig – leið þér betur. Mig dreymdi að er ég hélt utan um þig – hvarf ótti þinn. Mig dreymdi að ég hefði töfrakraft – sem tók frá þér vanlíðan. Mig dreymdi að að þú gætir trúað mér fyrir þínum innstu tilfinningum. Mig dreymdi að ég skildi þig og sýndi samúð. Mig …
7. erfðavenjan
Reynslusaga: Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum Ég sæki fund í heimadeildinni minni og karfan er á miðju borðinu. Hvaða upphæð á ég að leggja í körfuna að fundi loknum ? Stundum er ég blönk og á ekkert aflögu. En ég er svo heppin að oftast á ég nóg og hvaða upphæð legg …
Reynslusaga úr þjónustunni
Kæru félagar. Þó ég hafi ekki séð það þá, var það engin tilviljun að ég leitaði til Al-Anon. Mér var fylgt þangað af óþekktum mætti mér æðri. Ég kom inn í deild sem var, að mér fannst vera full af ,,fullkomnu fólki” Mig langaði í það sem þau höfðu upp á að bjóða. Þar var mikið talað um sporin, …
Reynsla mín af því að vera trúnaðarmanneskja í Alateen
Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera trúnaðarkona í Alateen. Ég man ekki hvað varð til þess að ég Ég hef verið þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að vera trúnaðarkona í Alateen. Ég man ekki hvað varð til þess að ég byrjaði að taka þátt í Alateen, en man að ég var mjög stressuð fyrir fyrsta fundinn …