Einu sinni var prinsessa sem langaði til að finna sér draumaprins sem elskaði hana ofar öllum öðrum. Hún leitaði hátt og lágt og fór um víðan völl í leit sinni en þótt margir álitlegir piltar segðust vera prinsar kom jafnoft í ljós að konungdæmi þeirra stóð aðeins um skamma hríð og gufaði stundum hreinlega upp þegar sólin kom upp að …
Ég setti loks mörk
Nú var komið að því….aftur. Ég ætlaði að henda honum út. Mér leið orðið mjög illa í sambandinu við manninn minn. Ég var kvíðin og þunglynd alveg eins og svo oft áður í fortíðinni, áður en ég kom í Al-Anon. Við töluðum lítið sem ekkert saman lengur og allt annað kom í forgang: Vinnan, áhugamálin og tölvan. Hann var hættur …
Af hverju drekkur pabbi minn of mikið?
Margir drekka vegna þess að þeim líður betur þegar þeir eru drukknir. En sumir sem drekka hafa enga stjórn á því. Ef pabbi þinn drekkur svo mikið að hann lendir í vandræðum og líf hans verður stjórnlaust, þá getur verið að hann sé alkóhólisti.
Af hverju getur mamma mín ekki hætt að drekka?
Vegna þess að löngunin til að drekka er óviðráðanleg hjá henni. Það getur vel verið að hún vilji ekki drekka. Hins vegar er löngun hennar í brennivín, vín eða bjór svo yfirþyrmandi að hún getur ekki haft stjórn á því. Þetta er löngun sem er sterkari en nokkuð annað í lífi hennar, alveg sama hversu mikið hún eða aðrir þurfa …
Er hægt að lækna þennan sjúkdóm?
Þrátt fyrir það að hægt sé að hætta að drekka, þá er ekki hægt að lækna alkóhólisma. Sumir aðrir sjúkdómar eins og sykursýki eru eins. Það er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum en ekki lækna hann. Það er nóg að taka einn sopa til þess að drykkjan byrji aftur.
Báðir foreldrar mínir drekka of mikið. Af hverju gera þau sér ekki grein fyrir því að þau eru alkóhólistar og gera eitthvað í málunum?
Það getur vel verið að þau geri sér grein fyrir því að það er eitthvað rangt við það hvernig þau drekka. En þau skammast sín kannski eða eru alls ekki tilbúin að viðurkenna það. Fáir eru tilbúnir til þess. Kannski eru þau í afneitun. Það þýðir að þau sjá ekki að þau eiga við vandamál að stríða. Mamma þín eða …
Hvað get ég gert til þess að hjálpa?
Byrjaðu á því að kynna þér alkóhólisma. Það mun hjálpa þér að skilja hvernig sjúkdómurinn er. Lestu Alateen og Al-Anon lesefni. Það er hægt að fá lesefnislista frá Al-Anon skrifstofunni eða kíkja á lesefnislistann á síðunni. Taktu þátt í Alateen eða Al-Anon deild og stundaðu fundi reglulega. Talaðu við fólk, hlustaðu og lærðu hvernig þau tókust á við vandamál svipuðum …
Hvað ef alkóhólistinn í fjölskyldunni okkar hættir aldrei að drekka?
Það er til von fyrir alla alkóhólista. Alveg sama hversu illa hlutirnir líta út í augnablikinu. Með því að fara í Alateen og Al-Anon lærum við að sinna okkur sjálfum, alveg sama hvort alkóhólistinn hættir að drekka eða ekki. Við höldum áfram að fara á fundi, lifa einn dag í einu með því að vera í sambandi við aðra Alateen …
Hvað á ég að segja við vini mína þegar þeir sjá annað hvort foreldri mitt fullt?
Það er eðlilegt að finna til reiði, skammar eða fara hjá sér þegar þetta kemur fyrir. Það gæti hjálpað að segja vinum þínum að foreldri þitt eigi við sjúkdóm að stríða. Þegar við förum að skilja um hvað alkóhólismi snýst, þá er auðveldara að ráða við svona aðstæður.
Hvað á ég að gera ef vinir mínir vilja ekki koma í heimsókn?
Reyndu að taka ekki höfnun þeirra persónulega. Það getur vel verið að vinir þínir skilji ekki sjúkdóminn alkóhólisma. Það getur verið að þeim líði bara illa heima hjá þér en ekki með þér. Kannski er betra að þú hittir þá annars staðar. Ekki hætta að hitta vini þína eða taka þátt í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi. Jákvæð afstaða þín gæti …