Kostir þess að sleppa tökunum

Þegar góður vinur minn í Al-anon sagði; ,,Hann er að drepa sjálfan sig – það er að gera út af við mig,” mundi ég afhverju ég tilheyrði þessm samtökun. Eins og þessi vinur minn gleymi ég gjarnan að ég þarf ekki að detta niður dauður þó manneskjan við hlið mér taki inn eitur!
Í Al-Anon uppgötvaði ég að ég hafði eytt stórum hluta lífs míns í að einblína á annað fólk í stað í stað þess að skoða sjálfan mig. Ef  lítið barn er við það að detta, eru náttúruleg viðbrögð mín að teyja mig til þess og  reyna að forða óvitanum frá því að meiðast en áður en ég kom í Al-Anon teygði ég mig hvað eftir annað út til hjálpar fullorðnu fólki sem ekki hafði beðið um hjálp mína.
Í batanum hef ég reynt að tileinka mér nýtt viðhorf. Hvernig get ég vitað hvað sé best fyrir aðra? Annað fólk á rétt á því að taka sínar eigin ákvarðanir án ráðlegginga frá mér.
Fyrsta sporið hefur hjálpað mér til að sleppa tökunum á stjórnunarhneigð minni.  Allar tilraunir mínar til að reyna að stjórna alkóhólisma, alkóhólistanum og öðrum brugðust. Mitt sjúkdómseinkenni var að reyna að laga annara vandamál og fyrst þegar ég viðurkenndi vannmátt minn upplifði ég mikil vonbrigði. En kostir þess að sleppa tökunum á sjálfskapaðri ábyrgð á lífi annara vógu miklu meira en vonbrigðin. Ég lærði að ég bar ekki ábyrgð á vandamálum annara og að annað fólk ætti skilið þá virðingu að fá að leysa sín mál án minna afskipta.
By Bill D., Florida
The Forum, January 2006