Fyrsta sporið

Einn dagur í einu í Al-Anon 3. maí Í fimmtán látlausum orðum fyrsta sporsins felst mikil lífsspeki. Hægt væri að skrifa margar bækur um þá uppgjöf sem fyrstu sex orðin leggja til: ,,Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi.” Næstu níu orðin tákna viðurkenningu okkar á því að við höfum ekki enn lært að fást skynsamlega við okkar mál: ,,…okkur var …

Þriðja sporið

Einn dagur í einu í Al-Anon 3. febrúar               Þegar ég segist ætla að fela guði allan minn vanda þýðir það ekki að ég geti skotið mér undan ábyrgð. Mér hafa verið gefnir sérstakir eiginleikar til að stjórna lífi mínu og frjáls vilji til að beita þeim. Þessir eiginleikar eru dómgreind, skynsemi, góður ásetningur og hæfileiki til að draga …

Fjórða sporið

Einn dagur í einu í Al-Anon 22. október                 Þegar ég hef sökkt mér niður í Al-Anon hugmyndafræðina í leit minni að hugarró finnst mér ég þurfa að skilja mínar innstu hvatir og ástæður fyrir gerðum mínum og bæta úr því sem stendur mér fyrir þrifum.             Leitin að sjálfsskilningi er nokkuð sem er erfitt, ef ekki ómögulegt …

Ellefta sporið

Einn dagur einu í Al-Anon 17. október               Sporin tólf eru safn andlegrar visku sem víkkar og eykur skilning okkar þegar við meðtökum þau eitt af öðru. Það er þó eitt spor sem varpar sérstöku ljósi á öll hin og við ættum því, allt frá upphafi, að hugleiða það á hverjum degi. Þetta er ellefta sporið sem fjallar um …

Tólfta sporið

Úr Einn dagur í einu í Al-Anon 26. júní       Í tólfta sporinu er kynnt síðasta áhrifaríka andlega leiðin sem okkur getur hlotnast ef við lifum samkvæmt lífsmáta Al-Anon. ,,Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og …

Þitt framlag skiptir máli!

Ákall til Al-Anon félaga á Íslandi Megi það byrja hjá mér! Ákall Al-Anon á Íslandi   TIL SAMVISKU DEILDA OG ALLRA AL-ANON FÉLAGA   Árlega eru Al-Anon deildirnar á Íslandi beðnar um að styrkja sameiginlegt starf samtakanna með fjárframlögum.     Sameiginlega starfið er margþætt. T.d. er rekin upplýsinga- og þjónustuskrifstofa að Grandagarði 14, sími 551 9282. Margvíslegur kostnaður fylgir því …

Tækifæri til þess að virkja sköpunargáfuna!

Okkur vantar myndefni og hugleiðingar ykkar   Það væri frábært að fá myndir (teiknaðar, málaðar, tölvugerðar) til þess að gera síðuna ykkar flottari. Ef þið sendið ljósmyndir þá mega ekki vera nein þekkjanleg andlit því við verðum að passa upp á nafnleyndina. Myndir á tölvutæku er best að hafa í .jpeg, .png, .gif eða .bmp. Athugið að við birtum ekki …

Morgunlaugin lögð niður.

Kæru Al-Anon félagar!   Ákveðið hefur verið að leggja niður laugardagsdeildina á Akureyri og hefur hún nú þegar hætt starfsemi.    

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa

Homeward Bound   Þetta slagorð minnir okkur á að lifa hvern dag á innihaldsríkan hátt með því að beina sjónum okkar að okkur sjálfum – og bera ávallt virðingu fyrir því að annað fólk hefur þeirra eigin skoðanir, æðri mátt og ábyrgð á eigin gerðum.     Áður birt með leyfi AFG Inc. í Hlekknum í júní 1995    

Þessi síða er í vinnslu

Kæru félagar!   Okkur bráðvantar reynslusögur um erfðavenjurnar. Sendið okkur endilega á al-anon@al-anon.is.