Ellefta sporið

Einn dagur einu í Al-Anon
17. október
 
            Sporin tólf eru safn andlegrar visku sem víkkar og eykur skilning okkar þegar við meðtökum þau eitt af öðru. Það er þó eitt spor sem varpar sérstöku ljósi á öll hin og við ættum því, allt frá upphafi, að hugleiða það á hverjum degi. Þetta er ellefta sporið sem fjallar um bæn og hugleiðslu.
            Hugleiðsla er hin hljóðláta og staðfasta beiting hugans til djúprar íhugunar, andlegra sanninda. Tilgangur hennar er að sveigja hugann frá þeim vandamálum sem við blasa, lyfta huga okkar yfir þau umkvörtunarefni og þá óánægju sem mengar hugsunina.
Til umhugsunar í dag
            Ég ætla að eyða að minnsta kosti fimm mínútum kvölds og morgna til andlegrar einbeitingar og útilokar úr huga mér allt annað en eina háleita hugsun. Ég ætla að byrja og enda hverja hugleiðslu á meðvitaðri hugsun um guð.
 
,,Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitundarsamband okkar við guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum aðeins um þekkingu á því sem hann ætlar okkur og styrk til að framkvæma það.” (11. sporið)
 

  B-6, Einn dagur í einu í Al-Anon (One Day at a Time in Al-Anon)
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.©

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að sé sótt um heimild til Al-Anon Inc. ©