Fjórða sporið

Einn dagur í einu í Al-Anon
22. október
 
 
            Þegar ég hef sökkt mér niður í Al-Anon hugmyndafræðina í leit minni að hugarró finnst mér ég þurfa að skilja mínar innstu hvatir og ástæður fyrir gerðum mínum og bæta úr því sem stendur mér fyrir þrifum.
            Leitin að sjálfsskilningi er nokkuð sem er erfitt, ef ekki ómögulegt að ljúka til fulls. En við getum lært mikið um okkur sjálf ef við höfum þann kjark sem þarf til að horfast í augu við okkar eigin raunverulega tilgang, án sjálfsblekkingar. Við getum það, ef við látum ekki óþægilega sektarkennd dylja þá góðu eiginleika sem við verðum að þekkja og byggja á í framtíðinni.
Til umhugsunar í dag
            Ef ég geri siðferðileg skil í eigin lífi táknar það ekki að ég þurfi að einbeita mér að brestunum og skilja kostina út undan. Þótt ég viðurkenni kostina þarf það ekki að bera vott um hroka og mont, eins og ég kann að hafa óttast. Ef ég lít á góða eiginleika mína sem gjöf guðs get ég þakkað þá af sönnu lítillæti og notið með einlægni hleði hins jákvæða, kærleikríka og örláta í eign fari.
 
,,Ég er meiri og betri en ég hugði; ég vissi ekki að ég byggi yfir svona miklum gæðum.”
(Walt Whitman)
 

  B-6, Einn dagur í einu í Al-Anon (One Day at a Time in Al-Anon)
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.©

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að sé sótt um heimild til Al-Anon Inc. ©