Tólfta sporið

Úr Einn dagur í einu í Al-Anon
26. júní
      Í tólfta sporinu er kynnt síðasta áhrifaríka andlega leiðin sem okkur getur hlotnast ef við lifum samkvæmt lífsmáta Al-Anon. ,,Við fundum að sá árangur sem náðist, með hjálp reynslusporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi.”
            Hin andlega vakning færir okkur vitneskju um að við séum ekki ein og hjálparvana; við höfum numið vissan sannleik, sem við getum nú flutt öðrum þeim til hjálpar.
Til umhugsunar í dag
            Ég ætla að taka á móti þeirri andlegu vakningu sem ég veit að mér hlotnast þegar ég hef falið vilja minn guðs vilja. Hún mun varpa nýju ljósi á margt. Hún mun gera mér kleift að dæma, meta og taka ákvarðanir á andlegum grunni þar sem mér verður stýrt af guðs vísdómi og gæsku.
 
,,Við sofum; við göngum í myrkri þar til við finnum hönd guðs, sem leiðir okkur á hans brautir – leiðina til andlegrar þekkingar.”
 
  B-6, Einn dagur í einu í Al-Anon (One Day at a Time in Al-Anon)
Birt með góðfúslegu leyfi Al-Anon Inc.©

Öll réttindi áskilin. Þessa vefsíðu má ekki afrita með neinum hætti, vista inn í kerfi þar sem unnt er að sækja hann eða senda áfram, á nokkru formi eða með nokkurri aðferð (rafrænni, vélrænni, með ljósritun, upptöku eða á annan hátt), án þess að sé sótt um heimild til Al-Anon Inc. ©