Þitt framlag skiptir máli!

Ákall til Al-Anon félaga á Íslandi
Megi það byrja hjá mér!

Ákall Al-Anon á Íslandi

 

TIL SAMVISKU DEILDA

OG ALLRA AL-ANON FÉLAGA

 

Árlega eru Al-Anon deildirnar á Íslandi beðnar um að styrkja sameiginlegt starf samtakanna með fjárframlögum.  
 
Sameiginlega starfið er margþætt. T.d. er rekin upplýsinga- og þjónustuskrifstofa að Grandagarði 14, sími 551 9282. Margvíslegur kostnaður fylgir því að halda úti skrifstofu, leiga, sími og net, laun starfsmanns og fleira. 
Þaðan er stýrt margvíslegri kynningar-, þýðingar-, og útgáfustarfsemi.
Hornsteinn og grunnur að einingu, vexti og þjónustu Al-Anon á Íslandi á undanförnum árum hefur verið  lesefni á íslensku, aðgengilegt fyrir sem flestar fjölskyldur og ástvini alkóhólista.
 
 

Útgáfa og þýðingarstörf hafa verið kostnaðarsöm á undanförnum misserum og því er leitað bæði til deilda og einstaklinga um fjárframlög í anda 7. erfðavenjunnar. Óskað er eftir að þetta ákall berist sem flestum Al-Anon félögum og sé rætt á samviskufundum deilda á Íslandi og minnt á bankareikning Al-Anon. 
   
  • Styðjum markvissa útgáfustarfsemi, sem árlega leiðbeinir fleiri og fleiri einstaklingum til bata!

  • Styðjum áframhaldandi þýðingarstarf!

  • Al-Anon félagar !!!! – Leggið samtökunum ykkar lið!

  
7. spors ákall aðalþjónustunefndar Al-Anon á Íslandi er í anda erfðavenja og þjónustuhugtaka Al-Anon samtakanna:

  • Sérhver starfsemi á vegum Al-Anon á að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum.      
  • Endanleg ábyrgð og forræði þjónustu Al-Anon er í höndum sérhverrar Al-Anon deildar.

 
Bankareikningur  Al-Anon á Íslandi: 0101-26-021674Kt. 680978-0429
 
Með kærri Al-Anon kveðju, aðalþjónustunefndin