Bréf frá Almannatengslanefnd 17. mars Kæru Al-Anon deildir og félagar! Í ár verður gleymskudagurinn haldinn þann 17.mars n.k. Gleymskudagur er amerísk fyrirmynd þar sem Al-Anon félagar ,,gleyma” samþykktum bæklingum og lesefni á helstu opinberu stöðum í hverfi deildarinnar, s.s. eigin vinnustað, sundlaugum, hárgreiðslustofum, líkamsræktarstöðvum, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum, strætó eða inni í bókum sem verið er að skila á …
Opinn fundur á Siglufirði
Mánudaginn 14. febrúar verður opinn Al-Anon fundur í deildinni á Siglufirði. Al-Anon félagar úr þriðjudags- og miðvikudagsdeildinni á Akureyri ætla að fjölmenna á fundinn. Allir Norðlendingar eru hvattir til að mæta. Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er til húsa á Aðalgötu 32 efri hæð (í húsi Rauða krossins). Kveðja Svæðisfulltrúi Norðaustursvæðis
Kvennadeildin á fimmtudögum byrjar aftur eftir jólafrí
Kvennadeildin Lifðu og leyfðu öðrum að lifa tekur aftur til starfa fimmtudaginn 13. janúar. Eftir fundinn verður samviskufundur þar sem kosið verður í þjónustu. Fundirnir eru kl. 21 í herbergi 203 í Héðinsgötu 1-3, Reykjavík. Vonumst til þess að sjá ykkur sem flestar. Kveðja, deildarfulltrúi
Fundir í föstudagsdeild í Grafarvogi um jólin
Á aðfangadag 24. desember verður fundartími í Grafarvogskirkju færður til kl. 13. Sömuleiðis verður föstudagsfundurinn á gamlársdag 31. des. kl. 13. Aðrir fundir verða eins og venjulega kl.20.00 á föstudögum.
Jólafundur í Sprotanum, 24. des. kl. 13:05
Gula húsinu, Tjarnargötu 20 Vinsamlegast athugið að það verður fundur á aðfangadag kl. 13:05 í föstudagsdeildinni Sprotanum, í Gula húsinu, Tjarnargötu 20, Reykjavík. Fundurinn verður á annarri hæð. Einnig verður fundur á gamlársdag á sama tíma og á sama stað. Við hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur á þessum hátíðisdögum. Verið velkomin! Félagar í Sprotanum …
Kvennadeildin á fimmtudögum fer í jólafrí í desember
Hlekknum hefur borist eftirfarandi tilkynning frá kvennadeild Al-Anon sem er á fimmtudögum kl.21 á Héðinsgötu: Við tökum okkur jólafrí í desember en byrjum aftur af fullum krafti fimmtudaginn 13. janúar 2011. Deildarfulltrúi
Jólafundur í Árbæjardeild 7. desember
Árbæjardeildin sem fundar á þriðjudögum klukkan 21 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju heldur sinn árlega jólafund þriðjudaginn 7. des. Við fáum reyndan félaga til okkar sem gestaleiðara og eftir fundinn býður deildin upp á kaffi og kökur. Fundurinn er öllum opinn og er Al-Anon félagar hvattir til að mæta, taka með sér gesti og eiga notalega stund saman á aðventunni.
Sporafundir á þriðjudögum í Árbæjarkirkju
Í þriðjudagsdeild Árbæjarkirkju erum við með sérstakasporafundi sem hefjast kl. 20:00. Við viljum benda á að við vorum að byrja á fyrsta sporinu þann 23. nóvember. Við notum Al-Anon lesefnið Leiðir til bata á fundinum. Allir félagar eru hjartanlega velkomnir.KærkveðjaDeildarfulltrúar
Sprotinn breytir um fundarstað og fundardag í desember
Al-Anon deildin Sprotinn sem fundað hefur á fimmtudögum kl. 18-19 í Aðventkirkjunni mun flytja frá og með desember 2010. Þá færast fundirnir yfir á föstudaga í Gula húsinu, litla herbergið á 1. hæðinni en verða áfram á sama tíma frá kl. 18-19.
Hugleiðsludeildin hættir frá og með 12. nóvember 2010
Al-Anon hugleiðsludeildin í Garðabæ á föstudögum kl 18:00 er hætt. Fundurinn 12. nóvember fellur niður.