Gefandi þjónusta

Alateen Á Al-Anon fundum hafði ég oft heyrt tilkynningar frá Alateen um að það sárvantaði fleira trúnaðarfólk.  Það hvarflaði ekki að mér að ég gæti sinnt þessu 12. spors starfi.  Ég taldi mér trú um að til að gerast trúnaðarmanneskja í Alateen yrði maður að hafa alist upp við mjög mikla drykkju og mér fannst ég ekki passa inn í …

Sársaukafull lækning

Einu sinni heyrði ég góða sögu um konu sem þurfti að fara í aðgerð. Þessi kona þjáðist mikið og var með miklar kvalir. Eftir aðgerðina þegar hún var vel vöknuð fann hún enn til sársauka. Henni fannst skrítið að finna til svona mikils sársauka þar sem hún var búin í aðgerðinni og spurði því lækninn afhverju svo væri. Henni leið …

SOS hópurinn

Reynslusaga félaga af 12. spors starfi Ég kom í SOS hópinn til að dýpka bata minn í 12.sporsstarfinu. Ég kom á SOS fund og tók að mér einn laugardag til að manna kynningu á Vogi. Ég fór svo í heimadeildina mína, stóð upp og auglýsti eftir fólki til að koma með mér. Eftir fundinn komu svo til mín fleiri en …

Reynsla mín af bókinni How Al-Anon Works

Íslensk reynslusaga um það hve lesefnið getur stutt okkur í batanum: Ég er þakklát fyrir hvernig Guð leiddi mig inn í Al-Anon.  Fljótlega eftir að ég flutti í nýja íbúð, kynntist ég konu sem var í Al-Anon.    Í rúmt ár var ég á einkafundum í Al-Anon án þess að ég vissi, en það var akkúrat það sem ég þurfti.Ég …

Að njóta ferðarinnar

Upp á síðkastið hef ég litið aftur um farinn veg sl. 48 ár. Það hefur veitt mér mikið  þakklætiog gleði að hugsa um þann bata sem ég hef öðlast í Al-Anon. Ég er þakklát Guði, Al-Anon og AA samtökunum fyrir þau ár sem ég hef fengið að eyða með manninum mínum. Ég var ekki að leita að áfangastað, heldur naut …

Mögnuð lífsreynsla

5. sporið: Reynslusaga félaga   EFTIR AÐ ég lauk við fjórða sporið lagði trúnaðarkona mín til að við dveldum við það spor stutta stund áður en við hæfumst handa við fimmta sporið. Hún sagði að við gætum unnið fimmta sporið á hvern þann máta sem ég vildi. Hún sagði mér frá nokkrum aðferðum sem hún hafði beitt til að vinna …

Ótrúlegar uppgötvanir

Reynslusaga úr Janúar hefti Forum:   Ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku sem gerði það að verkum að ég átti í erfiðleikum með kynlíf þegar ég var orðinn eldri. Ég tók þátt í því sem fullorðinn manneskja en ég naut mín ekki. Jafnvel þótt svo að ég hafi laðast að manninum mínum kynferðislega, þá var ég farin að hata …

Þriðja sporið

Reynslusaga: Ég lifði lengi í þeirri trú að ef ég bara næði að hagaræða hlutum nógu vel, ef ég gerði þetta, eða yrði aðeins meira svona eða hinsegin, þá myndi allt  breytast og fólk myndi breytast.   En það skipti engu máli hvað ég gerði, ég sat alltaf eftir með sárt ennið og var úrvinda við það að reyna að breyta …

Annað sporið

Reynslusaga: “Við fórum að trúa að máttur, okkur æðri, gæti gert okkur andlega heil að nýju.” Annað sporið á í dag mjög sérstakan stað í mínu hjarta, þar sem ég tel það, ásamt spori eitt og þrjú, vera grunvöllurinn af bata mínum í Al-anon.   Þegar ég kom á mína fyrstu Al-anon fundi var ég full af hroka þegar ég heyrði …

Að losna undan lyginni

Það er sagt að ég hafi alist upp við þá hugsun að ég yrði að haldi upp fullkomni ímynd út á við af heimili mínu og fjölskyldu. Sem barn, var ég vön lygum fjölskyldu minnar, jafnvel þótt að fjölskyldan nyti ákveðins traust út á við. Þau stóðu við skuldbindingar sínar, borguðu skatta og stálu ekki. Líf þeirra var látlaust og …