Nýliði í Al-Anon

  Ég hef ekki verið í Al-anon lengi. Rétt rúma þrjá mánuði. En þessir þrír mánuðir eru dýrmætari fyrir mig en mig hefði nokkurn tíman geta grunað.   Ég held að ég hafi alltaf verið frekar stjórnsöm, alveg síðan ég man eftir mér, allavega var mér sagt um daginn að ég hefði fæðst stjórnsöm. Sem er kannski allt í lagi …

Að láta drauma sína rætast

Mig langar aðeins að deila því  með ykkur hvað þessi bataleið í Al-Anon hefur hjálpað mér óendanlega mikið að fá svo miklu meira út úr lífinu. Fyrir um það bil 3 árum fór ég á minn fyrsta Al-Anon fund og ég fór á þennan fund til að leita lausna. Helst lausn á því hvernig ég ætti að bjarga málum fjölskyldunnar. …

Meira virði en…

Reynslusaga um sjálfsmat Ég gægðist fram á tröppurnar á bak við pilsfald móður minnar þar sem ég horfði á tvö lögreglumenn halda föður mínum á milli sín. Hann var afar illa til fara, blóðugur, óhreinn og angaði af vínanda, virtist reiður, barðist um og reyndi að losa sig sem gekk ekki í þetta sinn. Þeir spurðu hvort móðir mín vildi …

Ást

Reynslusaga Heftið okkar Leiðsögn til bata skiptist í sex kafla og þar gefst okkur tækifæri til að gera persónulega úttekt á viðhorfum, ábyrgð, sjálfsmati, ást, þroska og skapgerðareinkennum okkar. Áður hafa verið birtast hér á síðunni reynslusögur um viðhorf og ábyrgð. Hér kemur reynslusaga um ást.   Ég minnist þess ekki að einhver hafi sagt við mig í mínum uppvexti …

Ábyrgð

Reynslusaga  Ég var ofurábyrg yfir gjörðum fyrrverandi sambýlismanns, sona minna og skoðanamyndunum allra í kringum mig. Svona ábyrgð er íþyngjandi og skemmandi og þar af leiðandi óheilbrigð. Í Al-Anon hef ég lært að færa þessa ríku ábyrgðarkennd í heilbrigðari farveg. Það er mín reynsla að þessi lærdómur lærist smátt og smátt þar sem heilbrigðari sýn á aðstæður fara að skýrast …

Viðhorf

Reynslusaga Þegar ég kom fyrst í Al-Anon var ég óttasleginn, óöruggur og átti erfitt með að treysta öðru fólki. Ég fann fljótt að ég átti heima í þessum félagsskap og smám saman fór ég að treysta því að það sem væri sagt á fundum og félaga í milli færi ekki lengra. Það kom að því að ég varð tilbúinn til …

Eftirminnileg hópvinna

4. spors vinna Þegar ég var búin að vera í Al-Anon samtökunum í 6 ár og farin að taka að mér meiri þjónustu í deildinni langaði mig að fara dýpra í 4. sporið. Ég var þá að lesa Paths to Recovery (Leiðir til bata), þá frábæru bók. Bókin fjallar um allar þrjár meginstoðir Al-Anon samtakanna, sporin 12 fyrir bata einstaklingsins, …

Reynslusaga

Leið mín lá í Al-Anon fyrir allmörgum árum þegar ég fór á kynningarfund sem mér var bent á í framhaldi af fyrstu meðferð bróður míns.   Ég er uppkomið barn alkahólista og aðstandandi. Í kjölfar drykkju á heimilinu leið mér alltaf illa, fannst ég utangátta og passa hvergi inn í neinn félagskap. Ég var sífellt í feluleik og gat ekki …

Raddir fortíðar

Þegar ég óx úr grasi var drukkið á mínu heimili, eins og mörgum öðrum. Foreldrar mínir gerðu sitt besta til að sinna mér eins vel og þau gátu. Oft á tíðum þegar ég tjáði mig um eitthvað óþægilegt eða sagði eitthvað sem ekki hentaði þá sögðu þau við mig ,,hvaða vitleysa….“ og ,,láttu ekki svona….“ eða ,,æ góða slakaðu á…“. …

Sönn jólasaga

Jólin 2008 var ég í þeirri aðstöðu að eiga ekki fyrir öllum jólagjöfum. Ég hafði föndrað og prjónað gjafir. En þó vantaði mig að geta keypt nokkrar gjafir. Ég fór á minn fasta fund og það var sporafundur. Þar sem þetta var í desember þá var fjallað um 12. sporið. Eftir að við höfðum lesið saman um 12. sporið í …