Íslensk reynslusaga Eftir hrunið versnaði fjárhagur minn mikið, enda láglauna-manneskja. Sporin tólf hafa hjálpað mér mikið til þess að ég geri mér grein fyrir því hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Samband mitt við minn æðri mátt hefur orðið til þess að ég hef geta tekist á við þennan erfiða fjárhag. En samt þurfti ég líka á aðstoð …
Afmælisfundurinn minn
Íslensk reynslusaga Í fyrra fór ég í fyrsta sinn á afmælisfund Al-Anon. Ég hafði verið í samtökunum í nokkur ár en aldrei haft mig í að fara. Ástæðan var sú að afmælisfundurinn var alltaf á sama tíma og fundur í minni heimadeild og hef ég ætíð verið óöruggur þegar breyta á út af vananum. Þegar ég kom svo inn í …
Ég hef ekki misst af neinu
Íslensk reynslusaga Ég var alin upp við alkóhólisma og 6 ára gömul var ég send í sveit til vandalausra yfir sumarið. Ég var í sveit á sumrin frá 6-15 ára aldri og fór yfirleitt daginn eftir skólaslit og kom rétt fyrir skólabyrjun. Ég fór aldrei á sumarnámskeið eins og skólasystkini mín, aldrei í skátabúðir, aldrei í unglingavinnuna. Ég eignaðist barn …
10. spors vinnan er æðisleg
Félagi deilir reynslu af sporavinnu Ég hef undanfarið unnið mikið í að greina sjálfa mig sem aðstandanda alkóhólista og hef reynt að finna hvað það er sem ég vil breyta og bæta. Ég hef verið að vinna í sporavinnunni og er komin í 10. sporið sem segir: „Við iðkuðum stöðuga sjálfsrannsókn og þegar okkur skjátlaðist, viðurkenndum við það undanbragðalaust“. Í …
Láttu það stoppa hjá mér
Íslensk reynslusaga Ég var alin upp við alkóhólisma þar sem faðir minn og hálfbróðir eru alkóhólistar. Við bróðir minn erum sammæðra. Hann og pabbi minn hafa aldrei þolað hvorn annan og það hefur litað allt heimilislífið, samskipti í fjölskyldunni og viðhorf mín til fósturforeldra yfirleitt. Þegar ég síðan eignaðist barn sjálf og varð einstæð móðir var ég harðákveðin í því …
Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri
Vinnusmiðja um erfðavenjurnar árið 2006 Spurningar um sjöundu erfðavenjuna Hér koma nokkrar spurningar sem félagar af Reykjavíkursvæðinu sömdu með hliðsjón af Al-Anon lesefninu Paths to Recovery (Leiðir til bata), Tólf erfðavenjur í máli og myndum og Al-Anon´s Twelve Steps & Twelve Traditions. Þessar spurningar voru notaðar í umræðum á vinnusmiðju árið 2006 en eiga ekki síður við núna þegar umræðu …
LÍFSÞOR
Ljóð frá félaga Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, einurð til að forðast heimsins lævi, vizku til að kunna að velja og hafna, velvild, ef að andinn …
Undarlegt ferðalag
Ljóð frá félaga Guð sendi mér engilí ljósgráum bolmeð endalaust þol,nartandi í munnvikiðgaf mér augnablikiðsem ég leitaðist eftir. Guð sendi mér engilmeð guðdómlega röddþar sem ég var stöddá slæmum staðí lífinuog baðum þaðað láta bjarga mér.Var stödd í hvirfilbyl hugsannakomst ekki útniðurlútkom hann við mig,snerti hjarta mitt,vakti mig úr vondum draumiþar sem ég syndgaði í laumieinóhrein.Hitti botninnþá kom hann,drottinn,með …
Al-Anon, haldreipið í lífi mínu
Íslensk reynslusaga Áður en ég áttaði mig á því hvaða áhrif alkóhólistarnir í lífi mínuhöfðu á mig kunni ég engin ráð til að bæta líðan mína og ná jafnvægi.Ég sveiflaðist bara eins og pendúll í klukku, á milli þess að vera aðrifna úr hamingju í það að engjast af sársauka í sálinni. Endurteknar uppákomur gera mann sífellt brothættari og auðsærðari.Lífsgleðin …
Hefur trúin tilgang??
Félagi deilir reynslu Áður en ég kynntist Al-Anon samtökunum vissi ég svo sem ekki hvort égvar trúuð eða ekki. Ég hafði jú fermst, gifst og skírt börnin mín. Égbað bænir þegar einhver var veikur en ég upplifði aldrei að ég fengieinhver „svör“ við bænum mínum. Ég söng í kirkjukór í 15 ár afeinhverskonar skyldurækni við samfélagið en ekki af því …