Oft á tíðum hefur mér opnast sýn á handleiðslu æðri máttar á óvæntan hátt og þannig lærst að hafa hugann opinn fyrir henni. Ég á marga bræður en aðeins eina systur. Því miður höfum við systir mín ekki verið í nánu sambandi í gegnum tíðina. Persónuleikar okkar virðast mjög andstæðir, en eitt eigum við þó sameiginlegt: Við giftumst báðar alkóhólistum. Ég …
Sagan mín
Ég var 18 ára gömul þegar ég kynntist manni sem var og er alkóhólisti. Við það tók líf mitt stefnu sem mig hefði seint órað fyrir en það besta er að í dag er ég sátt við að hafa farið þessa leið. Ég sá fljótlega að það var eitthvað bogið við neyslumunstur þessa manns. Hann drakk um helgar og ef …
Bati með þjónustu í Al-Anon
Tökum þátt: Þegar ég kom fyrst í Al-Anon fyrir nokkrum árum niðurbrotin á sálinni þá fann ég fljótt að ég gat treyst því fólki sem þar var. Það sýndi mér mikla vinsemd og hlýju. Það var vel tekið á móti mér, mér fannst ég vera komin heim. Síðan eru liðin nokkur ár. Nú þekki ég betur sjálfa mig, sjálfstraustið hefur …
Al-Anon– ekkert fyrir mig!
Þessu hef ég trúað í hartnær 15 ár. Ég er sum sé “uppkomið barn alkóhólista” svo rétta hugtakið sé notað. Merkilegt, allan þennan tíma hef ég ekki upplifað mig sem neitt sérstakan “bara” þótt pabbi hafi drukkið brennivín og vel af því. Faðir minn er alkóhólisti, var virkur sem slíkur fyrstu 20 ár ævi minnar, en hefur verið nokkurn veginn …
Riddarinn á hvíta hestinum
Ég kynntist Al-Anon samtökum fyrst fyrir um 10 árum. Þá stóð ég á tímamótum, ég var að skilja eftir 22 ára hjónaband. Maðurinn minn var farinn frá mér. Eftir stóð ég með sjálfmyndina í rúst, enga vinnu og var að missa húsnæðið mitt. Börnin mín þrjú voru 20 ára, 19 ára og 11 ára. Ég var full af gremju og …
Væntingar mínar
Það var komið að mér. Ég hafði tekið að mér að vera með fund hjá Al-Anon þetta kvöld. Þegar ég vaknaði morguninn sem fundurinn átti að vera, vænti ég þess að geta vippað upp umræðuefni í hvelli og að snilldarhugmyndir myndu hellast yfir mig, til að deila með öðrum. Ég bjóst einnig við að geta klárað fimmtán aðra hluti þann …
Hvers vegna Al-Anon fyrir mig?
Næstkomandi septembermánuð hef ég verið í Al-Anon í tvö ár. Ég man þennan kalda haustdag þegar að ég kom á minn fyrsta fund eins og hann hafi verið í gær en á sama tíma er eins og hann hafi verið fyrir 100 árum . Ég man svo vel þá uppgjöf sem heltók huga minn þegar að ég ákvað að fara …
Það sem ég hef lært
Mér hefur lærst margt í Al Anon sem ég veit að ég hefði ekki lært án alls þess sem að baki er og fyrir það verð ég að eilífu þakklát . . . ég hef lært að elska sjálfa mig ég hef lært að biðja til Guðs um hjálp ég hef lært að opna hjarta mitt ég hef lært …
Kjarkur til að breyta
Til breytinga þarf kjark, hreinskilni, heiðarleika og vilja. Breyting var fyrir mér áhætta, mjög hræðileg, en ef ég gerði það ekki mundi líf mitt vera við það sama. Ég mundi vera sú sama. Mér fannst ég engu hafa að tapa því ég hafði þegar tapað sjálfri mér. Ég var að fara í gegnum tilfinningakreppu. Ég fór að taka margar áhættur. …
Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi
Fyrsta sporið: – og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi Fyrsta orðið er við. Fyrir mér þýðir það að ég er ekki ein, aðrir finna fyrir sömu tilfinningum og ég. Það er þess vegna sem við erum félagsskapur jafningja. Annað orðið er viðurkenning. Það þýðir að ég get hætt afneitun minni og viðurkennt að ég eigi …