Til trúnaðarmannsins míns

Þakka þér, kæri vinur, fyrir að ganga á undan mér, fyrir að upplifa sársaukann og örvæntinguna og fyrir að sigrast á því, fyrir að hafa tekið líf þitt í þínar hendur og ákveða að reyna nýjar leiðir. Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni með mér, tilraunum og mistökum, hliðarsporum og góðum árangri, leið þinni til æðruleysis og heilbrigðis.  Án …

Að „lifa jólin af“ eða njóta þeirra

– kótilettan og Al-Anon Það var í október sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði verið með kvíðahnút í maganum í nokkra daga. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju hann stafaði, fór yfir atburði síðustu daga en svo skaut mynd upp í kollinn á mér af aðfangadegi 2000. Það var í eldhúsinu heima hjá …

Gleði og þakklæti um jólin

Með hjálp Al-Anon: – í stað sorgar og vonbrigða Áður fyrr voru jól og áramót versti tíminn í lífi mínu.  Ég sagði að jól væru svo mikill tilfinningatími og þá rifjuðust upp allar erfiðu minningarnar.  Í lífi fjölskyldu sem er með sjúkling sem er haldinn sjúkdómnum alkóhólisma er þetta oft staðreynd.  Við erum kvíðin.  Verður hann drukkinn eða ekki um …

Nú get ég sleppt tökunum

Saga uppkominnar dóttur alkóhólista: – æðruleysið er ómetanlegt Ég kynntist Al-Anon fyrst fyrir mörgum árum, þegar ég fór á fund með vinkonu minni sem átti kærasta sem drakk.  Mér fannst ég ekki eiga heima þarna því að faðir minn drakk ekki og hafði ekki drukkið þegar ég bjó hjá honum áður en hann og móðir mín skildu.  Ég skildi ekki …

Ég og æðri máttur

Þriðja sporið: Ég hef um tíma talið mér trú um að ég væri búin að taka þriðja sporið og  hefði fært Guði líf mitt og vilja til umönnunar. Vissulega var það rétt að  nokkru leyti en mér varð ljóst fyrir nokkru að ég hefði aðeins fært honum valda kafla af lífi mínu og vilja. Ég hélt ákveðnum þáttum eftir fyrir …

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa

Bréf frá móður: Kæru Al-Anon félagar. Ég sit ein með penna í hönd og veit ekki hvar skal byrja en þegar ég hugsa mig betur um held ég að best sé að byrja á byrjuninni. Það var seint um vetrarkvöld sem ég sá son minn drukkinn í fyrsta skipti. Mér brá mjög. Hann var illa drukkinn og kaldur. Hann hafði …

Þakklæti

Kæri Hlekkur!   Ég á eins og hálfs árs afmæli í samtökunum. Hreint ótrúlegt hvað ég hef breyst í auðmjúka, kærleiksríka konu. Kraftaverkin eru að gerast. Þakka þér Guð fyrir mig. Núna geri ég fullt af góðum  hlutum fyrir mig og er stolt af. Ég get leyft alkóhólistanum að lifa sínu eigin lífi. Ég var uppfull af ranghugmyndum og sjúkdómnum …

Ferðalag uppgötvana

Sem fullorðið barn alkóhólista missti ég af mjög mikilvægum hluta lífs míns – barnæskunni. Ég fullorðnaðist á einni nóttu á  alkóhólísku heimili okkar. Í dag er ég að vinna aftur hluta af þessu tapi. Það getur verið sársaukafullt ferðalag að vaða í gegnum kvalafullar minningar.  Það getur einnig verið ævintýri að ferðast þar sem ég á hreinlega engar minningar. Þetta …

Yfirveguð gremja

Sérhvert okkar hefur væntingar. Þær eru kjarninn í daglegu lífi okkar. Þegar ég vakna á morgnana veit ég að sólin mun rísa í austri og setjast í vestri og að sumarið verður hlýrra en veturinn. Þetta eru hlutir sem ég býst við að gerist hvað svo sem ég geri eða geri ekki. Einhvern veginn breytast þessar væntingar þegar ég beini …

Að eiga trúnaðarmann

– Nemandinn er reiðubúinn Þegar ég kom inn á minn fyrsta Al-Anon-fund var ég hrædd, sorgmædd og einmana. Líf mitt var í ringulreið. Allt mitt líf var í algjörri óreiðu – hugsanir mínar, börnin mín, heimilið mitt. Ég hafði svo lengi lifað í sjálfsvorkunn, reiði og hirðuleysi að ég vissi ekki hvernig ég átti að koma mér út úr því. …