Baráttan við sektarkenndina

Þakklát móðir skrifar: ,, . . við skiljum hvernig þér líður“ Ég sat við skrifborðið mitt fagurt sumarkvöld og horfði yfir höfnina.  Sjórinn var rennisléttur og fagur.  Sólin var í þann mund að setjast og fegurðin gagntók huga minn.  Allt í einu fylltist ég þakklæti þegar upp í huga minn kom atvik sem átti sér stað fyrir mörgum árum, löngu …

Ég öðlaðist nýja lífssýn í Al-Anon

Eiginmaður segir frá: Í tólf ár var ég í sambúð með alkóhólískri konu og var orðinn fársjúkur aðstandandi.  Ég var sjúklega meðvirkur og þar sem ég er líka fullorðið barn alkóhólista passaði ég fullkomlega í þetta hlutverk.  Ég stjórnaðist algjörlega af duttlungum þessa sjúkdóms.  Þegar ég fyrir áeggjan ,,vina“ minna ákvað að lýsa yfir stríði á hendur sjúkdómnum hrundi veröldin …

Netvinur óskast

Kæru Al-Anon félagar!   Ég óska öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það liðna og vona að þið séuð ekki með jólasíþreytu eins og ég. Ég óska hér með eftir net-pennavini.  Ég er 59 ára gömul, búin að vera gift í tæp 40 ár og þar af hafa 20 ár verið edrú.  Ég hef stundað Al-Anon í þessi 20 ár, …

Til trúnaðarmannsins míns

Þakka þér, kæri vinur, fyrir að ganga á undan mér, fyrir að upplifa sársaukann og örvæntinguna og fyrir að sigrast á því, fyrir að hafa tekið líf þitt í þínar hendur og ákveða að reyna nýjar leiðir. Þakka þér fyrir að deila reynslu þinni með mér, tilraunum og mistökum, hliðarsporum og góðum árangri, leið þinni til æðruleysis og heilbrigðis.  Án …

Einn dagur í einu

Homeward Bound Það er þýðingarlaust að harma fortíðina og hræðast framtíðina.  Í Al-Anon reynum við að lifa aðeins fyrir einn dag í einu – og lifa þann dag eins fullkomlega og við getum.      Áður birt með leyfi AFG Inc. í Hlekknum í júní 1995

Að „lifa jólin af“ eða njóta þeirra

– kótilettan og Al-Anon Það var í október sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði verið með kvíðahnút í maganum í nokkra daga. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju hann stafaði, fór yfir atburði síðustu daga en svo skaut mynd upp í kollinn á mér af aðfangadegi 2000. Það var í eldhúsinu heima hjá …

Gleði og þakklæti um jólin

Með hjálp Al-Anon: – í stað sorgar og vonbrigða Áður fyrr voru jól og áramót versti tíminn í lífi mínu.  Ég sagði að jól væru svo mikill tilfinningatími og þá rifjuðust upp allar erfiðu minningarnar.  Í lífi fjölskyldu sem er með sjúkling sem er haldinn sjúkdómnum alkóhólisma er þetta oft staðreynd.  Við erum kvíðin.  Verður hann drukkinn eða ekki um …

11. Maí- Einmanaleiki

Courage to Change: Ég ver meiri tíma með sjálfum/sjálfri mér heldur en með nokkrum öðrum. Er ekki skynsamlegt að verja dálítilli orku í að gera þetta samband eins ánægjulegt og mögulegt er? Önnur manneskja getur ekki komið í veg fyrir að ég verði einmana, en það er unnt að fullnægja innri tómleika mínum. Ég get lært að meta eigin félagsskap. …

Nú get ég sleppt tökunum

Saga uppkominnar dóttur alkóhólista: – æðruleysið er ómetanlegt Ég kynntist Al-Anon fyrst fyrir mörgum árum, þegar ég fór á fund með vinkonu minni sem átti kærasta sem drakk.  Mér fannst ég ekki eiga heima þarna því að faðir minn drakk ekki og hafði ekki drukkið þegar ég bjó hjá honum áður en hann og móðir mín skildu.  Ég skildi ekki …

9. Mars- Traust

Courage to Change (Kjarkur til að breyta): Ég berst oft við að finna út hver minn vilji er og hver Guðs vilji er. Ég finn æðruleysið hverfa mér á meðan styrjöld geisar í huga mér og háværar raddir skipa mér að fara þessa leið eða hina leiðina.  Efi er óumflýjanlegur fylgifiskur leitarinnar að andlegri hjálp. Ég hef ekki leiðarvísi svo …