Hjarta mitt fylltist gleði

Auglýsum fundina: – kveðja frá þakklátum félaga Fyrir nokkru hvatti svæðisfundur í Reykjavík allar deildir til þess að nýta tilkynninga- og auglýsingatöflur hvar sem þær er að finna  til þess að setja upp auglýsingar um fundarstað og fundartíma Al-Anon deildar í viðkomandi hverfi eða bæjarfélagi.  Eftirfarandi kveðja barst Hlekknum í dag: Frábært framtak að gera okkur sýnileg.  Ég var stödd …

Von um veröld víða

– Alþjóðaþjónustufundur Al-Anon í Bandaríkjunum Færum von Al-Anon um víða veröld; Al-Anon, Expanding Our Worldwide Link of Hope. Þessi hvatning var yfirskrift ellefta alþjóðaþjónustufundar Al-Anon samtakanna sem haldin var í borginni Virginia Beach í Virginíufylki í Bandaríkjunum 2. til 6. október síðastliðinn.  Fundurinn, sem á ensku nefnist International Al-Anon General Service Meeting, er haldinn annað hvert ár á vegum alþjóðaskrifstofunnar …

Þátttaka er lykillinn að jafnvægi

Fjórða þjónustuhugtakið: – erindi og umræður á ráðstefnunni 2001 Eftirfarandi erindi var flutt á landsþjónusturáðstefnu Al-Anon á síðasta ári:   Reynslusporin tólf og erfðavenjurnar leiðbeina einstaklingnum til þroska og hópum til einingu. Þjónustuhugtökin eru leiðbeiningar um þjónustu, þ.e. hvernig við getum skipulagt samtök, þannig að þar séu engir stjórnendur, og að grundvöllur Al-Anon, þ.e. deildin sjálf, sé án skipulags. Þau …

Vonin byrjar með mér

Frá alþjóðafulltrúa Al-Anon 2001: – Hugleiðing vegna 50 ára afmælis Al-Anon samtakanna Eftirfarandi erindi var flutt á síðustu landsþjónusturáðstefnu Al-Anon samtakanna, sem haldin var í Neskirkju í september á síðasta ári. Flytjandi var Ása, þáverandi alþjóðafulltrúi samtakanna, og starfandi formaður aðalþjónustunefndarinnar: Þegar ég var að hugsa um alþjóðastarfið reikaði hugurinn til upphafsins til frumkvöðlanna. Hvernig byrjaði þetta allt saman? Það …

Internetið í örsamfélaginu

Erindi flutt á alþjóðaþjónustufundi Al-Anon: Kæru félagar í Al-Anon. Gildi Internetsins og heimasíðu Al-Anon á Íslandi er afar mikið fyrir samtökin í okkar fámenna, en dreifbýla landi.  Íbúafjöldi á Íslandi er aðeins tæp 300 þúsund en notkun Netsins í landinu er mjög almenn. Læsi og menntunarstig er hátt í landinu og um 78% þjóðarinnar hafa aðgang að Netinu á heimili …

Mikilvægi þakklætisins

Hópavinna landsþjónusturáðstefnunnar: -Hvað getum við gert til þess að vekja meðvitund um mikilvægi þess að gefa til baka? Í lok erindis um 7. erfðavenjuna, sem birt er hér að ofan lagði Ragnheiður til að ekki væri lengur talað um kaffisjóð í deildunum, heldur þakklætissjóð. Hún benti á að umræða um 7. erfðavenjuna væri erfið, það sé ekki hægt að ráðast …

Veröldin gefur mér á sama hátt og ég henni

Um 7. erfðavenjuna: – erindi flutt á Landsþjónusturáðstefnunni 2001 Eftirfarandi erindi um sjöundu erfðavenjuna var flutt af Ragnheiði Þ. á Landsþjónusturáðstefnu Al-Anon samtakanna í september á síðasta ári.  Sjöunda erfðavenjan hljóðar þannig: „Sérhver deild ætti að vera algjörlega á eigin framfæri og hafna utanaðkomandi framlögum.“ (Á ensku: Every group ought to be fully selfsupporting, declining outside contributions.):   Ég ætla …

Kímnin í daglega lífinu

Mikil breyting hefur orðið á mér síðan ég ákvað að reyna að hafa Al-Anon prógrammið að leiðarljósi í lífi mínu.  Ég hef uppgötvað að það er ekkert bogið við það að hafa svolitla kímni með í lífinu.  Þega ég byrjaði í Al-Anon stökk mér varla bros.  Mér var líka illa við alla þá sem alltaf voru brosandi og fannst þeir …

Ég fékk kjark til að breyta því sem ég gat breytt

Þegar ég fór að gera eitthvað í mínum málum, fór í viðtal hjá ráðgjafa, á fjölskyldunámskeið og fór að stunda Al-Anon fannst mér að ekkert væri að hjá mér.  Það var aðeins eitt vandamál og það var maðurinn minn.  Hann drakk svo mikið.   Hann var búinn að eyðileggja mitt líf.  Mér fannst allt sem úrskeiðis hafði farið vera honum einum …

Að greina hismið frá kjarnanum

Al-Anon lesefnið: Þegar ég var beðin að rita grein í þetta blað sagði ég strax já.  Ég hef tamið mér það að segja já við flestu því sem ég hef verið beðin um að gera fyrir Al-Anon samtökin.  Þegar skiladagur nálgaðist fóru samt að renna á mig tvær grímur.  Um hvað átti ég að skrifa?  Reyndar komst ég að því …